Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
“Nú er ég loksins búinn að meika það”
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 er Björgvin Halldórsson söngvari og goðsögn í lifanda lífi en hann var sæmdur nafnbótinni í Hafnarborg fyrr í dag. Það var Rósa Guðbjartsdóttir formanns bæjarráðs sem veiti honum viðurkenninguna en athöfnin var liður í hátíðinni Björtum Dögum sem var sett í Hafnarfirði í morgun. “Nú er ég loksins búinn að meika það”, sagði þessi vinsæli söngvari þegar hann tók við nafnbótinni og þakkaði samferðamönnum sínum í tónlistinni, bæjarstjórninni og öðrum sem komu að því að útnefna hann innilega fyrir. Hann sagðist hræður og þakklátur og þótti vænt um að samferðafólk sitt sæmdi hann slíkri nafnbót. Þá sagðist hann hafa komið víða og leyft sér að búa um stutta hríð annarsstaðar í en í Hafnarfirði en engin bær komist með tærnar þar sem Hafnarfjörður er með hælanna og uppskar mikið lófatak gesta sem voru viðstaddir.
Björgvin hefur fengið fjöldann allan af viðurkenningum og nafnbótum um árinn. Engin hefur sem dæmi tekið af honum titilinn poppstjarna ársins frá því 1969. Þá hefur hann verið sæmdur heiðursverðlaunum Íslensku tónlistarverðlauna auk þess að vera handhafi riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu. Og nú árið 2018 er hann sæmdur nafnbótinni Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar.
Björgvin Halldórsson er fæddur í Hafnarfirði 16. apríl 195 og hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Bendix og síðan tók við sannkallað ævintýri með hljómsveitum á borð við Flowers, Ævintýri, Brimkló, Changes, HLH flokknum og fleiri. Björgvin var valinn poppstjarna ársins árið 1969 – sá eini sem hefur hlotið þann titil. Björgvin hefur í gegnum tína brugðið fyrir sig poppi, rokki, kántrý, ballöðusöng og Júróvisjón – að ógleymdum jólalögunum. Það má finna lag úr hans safni við hvert tækifæri. Björgvin er söngvari, lagahöfundur, upptökustjóri og hljómplötuframleiðandi. Hann hefur tekið upp fleiri hundruð lög á ferlinum sem nú spannar hálfa öld. Auk þess er hann goðsögn í lifanda lífi og kannski ekki hvað síst fyrir fyrir snaggaralegar athugasemdir sínar um menn og málefni
Þeir sem hlotið hafa nafnbótina Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru: 2005 Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, myndlistarmaður2006 Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona2007 Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður2008 Sigurður Sigurjónsson, leikari2009 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona *2014 Andrés Þór Gunnlaugsson tónlistarmaður2017 Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður
*Ekki voru útnefndir Bæjarlistamenn á árunum 2009 til 2013
Hafnarfjarðarbær hlýtur Orðsporið 2023. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, og Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, afhentu Rósu Guðbjartsdóttur,…
Vika6 byggir á danskri hugmynd og er tileinkuð því að vekja athygli á mikilvægi kynheilbrigðis og kynfræðslu fyrir börn og…
HHH – Hinsegin hittingur í Hafnarfirði er nú opinn alla fimmtudaga í félagsmiðstöðinni Vitanum í íþróttahúsinu við Lækjarskóla. Hittingurinn er…
Skapandi og framsækið frumkvöðla- og skólastarf í Hafnarfirði verður styrkt enn frekar með stofnun og opnun á nýju nýsköpunarsetri á…
Hafnarfjarðarbær sendir kvenfélagskonum í Hafnarfirði og um land allt sérstakar hamingjuóskir í tilefni dagsins með hjartans þökk fyrir ómetanlegt framlag…
Nýtt búsetuúræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda var opnað formlega að Hólalandi á Kjalarnesi í síðustu viku. Í allri…
Söfnin í Hafnarfirði og Ásvallalaug taka virkan þátt í Vetrarhátíð í Hafnarfirði með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla aldurshópa.…
Mikilvægt skref var stigið um síðustu helgi á Haukamótinu í Hafnarfirði. Þar mætti að sjálfsögðu Special Olympics hópur körfuboltadeildar Hauka…
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2023 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss…
Hafnarfjarðarbær innleiddi nýlega mannauðs- og launakerfið Kjarna og tók Hildur í sínu nýju starfi meðal annars við því kefli að…