Bleik kvöldopnun í hjarta Hafnarfjarðar

Fréttir

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „SÝNUM LIT“ hefst í dag. Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Á hverju ári greinast að meðaltali um 870 konur með krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Kaupum og berum Bleiku slaufuna. Sýnum lit. Þjónustuaðilar í hjarta Hafnarfjarðar taka fagnandi á móti bleikum október með bleikri opnun í kvöld til kl. 21.

Bleikur október hefst með bleikri kvöldopnun í Hafnarfirði

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „SÝNUM LIT“ hefst í dag. Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Á hverju ári greinast að meðaltali um 870 konur með krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Kaupum og berum Bleiku slaufuna. Sýnum lit. Þjónustuaðilar í hjarta Hafnarfjarðar taka fagnandi á móti bleikum október með bleikri opnun í kvöld til kl. 21.

 

Bleika slaufan er næla en Sparislaufan er hálsmen

Hönnuðir slaufunnar í ár eru þau Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hjá Orrifinn Skartgripum. Slaufan er fléttuð úr þráðum þar sem hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. Við erum sterkust saman. Slaufan er fléttuð úr bronsi og skreytt með bleikri perlu. Sem tákn er fléttan hlaðin merkingu, hún táknar vináttu og sameiningu. Þræðir fléttunnar varðveita minningar um kærleika og ást. Bleiki liturinn stendur fyrir umhyggju. Bleika slaufan kostar 2.900 krónur og er m.a. seld á bleikaslaufan.is

Tilkynning á vef Krabbameinsfélagsins

Saga Ásdísar

Í auglýsingu Bleiku slaufunnar í ár er okkur sögð saga Ásdísar Ingólfsdóttur, framhaldsskólakennara og rithöfundar, sem greindist með brjóstakrabbamein í tvígang með fimm ára millibili. Reynslu sinni lýsti hún í ljóðinu „Dregið verður um röð atburða“ en línur úr ljóðinu skapa þráðinn í auglýsingunni. Saga Ásdísar er einstök og sýnir okkur að lífið heldur áfram, hvað sem á dynur. Ásdís segir að það ylji að sjá einstaklinga bera Bleiku slaufuna því það sýni að viðkomandi hafi lagt Krabbameinsfélaginu lið í baráttunni við krabbamein.

Saga Ásdísar

Málið er brýnt og varðar okkur öll

Við viljum ná enn betri árangri varðandi krabbamein. Öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Markmið Krabbameinsfélagið eru skýr: að fækka þeim sem fá krabbamein, að fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Í fjölbreyttu starfi félagsins og aðildarfélaga þess er unnið að þessum markmiðum. Með kaupum á Bleiku slaufunni og öðrum stuðningi við átakið gera einstaklingar og fyrirtæki í landinu Krabbameinsfélaginu kleift að veita fólki með krabbamein og aðstandendum þess ókeypis ráðgjöf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa, sinna krabbameinsrannsóknum og fræðslu- og forvarnarstarfi.

Ágóða nýtir Krabbameinsfélagið til að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameinum.

Bleika slaufan – sýnum lit!

Ábendingagátt