Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „SÝNUM LIT“ hefst í dag. Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Á hverju ári greinast að meðaltali um 870 konur með krabbamein. Krabbamein varða okkur öll. Kaupum og berum Bleiku slaufuna. Sýnum lit. Þjónustuaðilar í hjarta Hafnarfjarðar taka fagnandi á móti bleikum október með bleikri opnun í kvöld til kl. 21.
Hönnuðir slaufunnar í ár eru þau Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hjá Orrifinn Skartgripum. Slaufan er fléttuð úr þráðum þar sem hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. Við erum sterkust saman. Slaufan er fléttuð úr bronsi og skreytt með bleikri perlu. Sem tákn er fléttan hlaðin merkingu, hún táknar vináttu og sameiningu. Þræðir fléttunnar varðveita minningar um kærleika og ást. Bleiki liturinn stendur fyrir umhyggju. Bleika slaufan kostar 2.900 krónur og er m.a. seld á bleikaslaufan.is
Tilkynning á vef Krabbameinsfélagsins
Saga Ásdísar
Í auglýsingu Bleiku slaufunnar í ár er okkur sögð saga Ásdísar Ingólfsdóttur, framhaldsskólakennara og rithöfundar, sem greindist með brjóstakrabbamein í tvígang með fimm ára millibili. Reynslu sinni lýsti hún í ljóðinu „Dregið verður um röð atburða“ en línur úr ljóðinu skapa þráðinn í auglýsingunni. Saga Ásdísar er einstök og sýnir okkur að lífið heldur áfram, hvað sem á dynur. Ásdís segir að það ylji að sjá einstaklinga bera Bleiku slaufuna því það sýni að viðkomandi hafi lagt Krabbameinsfélaginu lið í baráttunni við krabbamein.
Málið er brýnt og varðar okkur öll
Við viljum ná enn betri árangri varðandi krabbamein. Öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Markmið Krabbameinsfélagið eru skýr: að fækka þeim sem fá krabbamein, að fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Í fjölbreyttu starfi félagsins og aðildarfélaga þess er unnið að þessum markmiðum. Með kaupum á Bleiku slaufunni og öðrum stuðningi við átakið gera einstaklingar og fyrirtæki í landinu Krabbameinsfélaginu kleift að veita fólki með krabbamein og aðstandendum þess ókeypis ráðgjöf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa, sinna krabbameinsrannsóknum og fræðslu- og forvarnarstarfi.
Ágóða nýtir Krabbameinsfélagið til að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameinum.
Bleika slaufan – sýnum lit!
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…