Bleikur dagur á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar

Fréttir

Bleikur fatnaður, bleikar veitingar, bleikt skraut og bleikir fylgihlutir voru einkennandi á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar; í leikskólum bæjarins og stofnunum. Nemendur og starfsfólk grunnskóla tóku forskot á bleiku sæluna fyrr í vikunni í ljósi þess að vetrarfrí stendur nú yfir í grunnskólunum. 

Hafnarfjarðarbær baðaður í bleikum ljóma

Bleikur fatnaður, bleikar veitingar, bleikt skraut og bleikir fylgihlutir voru einkennandi á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar; í leikskólum bæjarins og stofnunum. Nemendur og starfsfólk grunnskóla tóku forskot á bleiku sæluna fyrr í vikunni í ljósi þess að vetrarfrí stendur nú yfir í grunnskólunum. 

Með þessu árlega og fallega framtaki vill starfsfólk sveitarfélagsins leggja sitt að mörkum og styðja með sýnilegum og táknrænum hætti við Bleiku slaufuna, árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins, sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Við viljum vera til fyrir konurnar í lífi okkar!

 

Fleiri bleikar myndir frá Hafnarfjarðarbæ – skólum og stofnunum – er að finna á Facebook-síðu bæjarins 

Ábendingagátt