Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átaksverkefninu Bleika Slaufan í bleikum október m.a. með því að baða sig í bleikum blómum og bleiku skrauti á hjörtunum tveimur í hjarta Hafnarfjarðar; á Strandgötunni og í Hellisgerði. Hafnfirðingurinn Alice Olivia Clarke er sjálf ein þeirra sem er sjálf í miðri meðferð við brjóstakrabbameini. Hún stendur fyrir sölu á MUNDU fylgihlutum í október og samnefndum viðburði á Bleika deginum 2021.
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átaksverkefninu Bleika Slaufan í bleikum október m.a. með því að baða sig í bleikum blómum og bleiku skrauti á hjörtunum tveimur í hjarta Hafnarfjarðar; á Strandgötunni og í Hellisgerði. Þannig vill sveitarfélagið ýta undir og styðja við mikilvægt og árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár er lögð áhersla á að vera til og mikilvægi þess að vera til staðar fyrir þær konur sem greinast með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Hafnfirðingurinn Alice Olivia Clarke er sjálf ein þeirra sem er sjálf í miðri meðferð við brjóstakrabbameini. Hún stendur fyrir sölu á MUNDU fylgihlutum og samnefndum viðburði á Bleika deginum 2021.
Alice Olivia Clarke með Rósu Guðbjartsdóttir bæjarstjóra Hafnarfjarðar í hjarta Hafnarfjarðar sem verður bleiktóna allan október og þannig tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
MUNDU er táknrænn og fallegur fylgihlutur. Ágóði af sölu rennur beint til Krabbameinsfélagsins.
Hafnfirðingurinn Alice Olivia Clarke rekur verslunina TÍRA í verslunarmiðstöðinni Firði og selur þar ljómandi fylgihluti sem Alice Olivia hefur sjálf hannað og búið til frá árinu 2008. Alice Olivia er sjálf í miðri meðferð við brjóstakrabbameini og stendur hún fyrir viðburði, sýningu og sölu í Firði og vítt og breytt um miðbæinn sem hefur það að markmiði að upplýsa fólk um brjóstakrabbamein. Alice hefur í aðdraganda október 2021 hannað nýjan fylgihlut, lyklakippu og töskuskraut, sem er sérstaklega tileinkaður baráttu hennar og fjölda annarra kvenna. Fylgihluturinn er táknrænn fyrir brjóstakrabbamein og á steinninn sem klæddur er garni að tákna hnúð í brjósti kvenna. Fleiri hafnfirskar athafnakonur m.a. frá Garnbúð Eddu fyrir tilstuðlan Eddu sjálfrar hafa unnið saman að framleiðslunni og þannig aðstoðað Alice við að gera þessa hugmynd og draum hennar sjálfrar að veruleika. Á næstu vikum og mánuðum munu fleiri MUNDU vörur verða kynntar til leiks m.a. í samstarfi við Siggu hjá Sigga&Tímó og listakonuna Emblu Sigurgeirsdóttur. Vörurnar vera bæði til sölu í Tíru í Firði og í fleiri verslunum við Strandgötuna. Framvinda og framleiðsla mun flæða og haldast í hendur við líðan Alice sem stendur í ströngu þessa dagana.
Ágóði af sölu þessara einstöku fylgihluta renna til Krabbameinsfélagsins og styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini. Fjölskylda Alice Oliviu tekur virkan þátt í verkefninu og hefur sonur hennar, myndskreytirinn Sigtýr Ægir Kárason, teiknað skýringarmynd sem sýnir hvernig hægt er að leita að æxlum í brjósti en það var nákvæmlega við slíkar þreifingar sem Alice Olivia uppgötvaði sitt eigið æxli. Myndin og upplýsingar um árlegt átak Krabbameinsfélagsins fylgja með ásamt því að prýða verslunina í Firðinum og upplýsa gesti og gangandi.
Bleiki dagurinn er föstudaginn 15. október Föstudaginn 15. október nk. er hinn formlegi Bleiki dagur haldinn á landsvísu. Þennan bleika dag kl. 17 mun Alice Olivia standa fyrir viðburðinum MUNDU í Firði þar sem flott listafólk stígur á stokk gestum og gangandi til skemmtunar. Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að fjölmenna í Fjörð á Bleika daginn og taka virkan þátt með því að styrkja átaksverkefnið, bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðningi samfélagsins og samstöðu.
Verum til fyrir konurnar í lífi okkar!
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…