Bogfimiþjálfun fyrir einstaklinga með fötlun

Fréttir

Bogfimifélagið Hrói Höttur stendur fyrir gjaldfrjálsri bogfimiþjálfun með áherslu á einstaklinga með fötlun daganna 19. mars til maíloka.

Með boga og örvar á tíu vikna námskeiði

Bogfimifélagið Hrói Höttur stendur fyrir bogfimiþjálfun með áherslu á einstaklinga með fötlun daganna 19. mars til maíloka. Námskeiðið er tíu vikna langt og er gjaldfrjálst fyrir iðkendur. Námskeiðið er liður í  því er auka aðgengi fatlaðra í fleiri íþróttagreinar. Einmitt þess vegna verður námskeiðið frítt fyrir fatlaða. Allur búnaður er á staðnum og gott aðgengi fyrir hjólastóla.

Aldur: 12 ára og uppúr.

Tímabil: Um 3 vikur fyrir 4 í hóp.

Kennsludagar: Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum 18.00 til 20.00

Verð: 0 kr

Kyn: Öll kyn saman

Nauðsynlegt er að hafa samband í síma 896-5131 (Svenni) fyrir skráningu til að fella niður gjöld sem eru að staðaldri fyrir þessi námskeið.

Skráning hér

Já, nú er tækifæri til að kynnast nýju sporti. Við hvetjum öll áhugasöm að taka þátt.

 

Ábendingagátt