Bóka- og bíóhátíð barnanna

Fréttir

Til stendur að hefja nýtt ár með menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla verður lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri.

 Til stendur að hefja nýtt ár með menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla verður lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri.

Börn, bækur og bíó í sviðsljósinu

Menningarhátíðin verður haldin í febrúar í nánu samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við Bókasafn Hafnarfjarðar, grunnskóla, leikskóla, Bæjarbíó og fleiri aðila.  Undirbúningur að hátíðinni er hafinn og hugmyndir um skiptibókabíl, upplestrarkeppni og bíóstefnumót þegar komnar upp á borðið.  Yfirlýst markmið hátíðar er að hvetja börn á öllum aldri til virkrar þátttöku í uppbyggjandi og áhugaverðum læsis- og menningarverkefnum og – viðburðum á meðan á hátíðinni stendur.  Þetta er í fyrsta skipti sem blásið er til slíkrar hátíðar hér í Hafnarfirði og standa vonir til þess að úr verði árleg hátíð þar sem börn, bækur og bíó eru í sviðsljósinu.

Allar áhugaverðar hugmyndir um viðburði og verkefni óskast sendar á netfangið: 
hafnarfjordur@hafnarfjordur.is fyrir 10. janúar 2016.

Ábendingagátt