Bóka- og bíóhátíð barnanna 2022 hefst í dag

Fréttir

Bóka- og bíóhátíð er menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og styður þannig við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins, Lestur er lífsins leikur. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til og með 21. október. Ókeypis aðgangur er á alla viðburði tengda hátíðinni.

Menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði

Bóka- og bíóhátíð er menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og styður þannig við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins, Lestur er lífsins leikur. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til og með 21. október. Ókeypis aðgangur er á alla viðburði tengda hátíðinni.

 

Bóka- og bíótengd verkefnavinna mun einkenna hafnfirskt skólastarf

Menningarhátíðin er haldin í október í nánu samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við Bókasafn Hafnarfjarðar, Hafnarborg, grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili og fleiri aðila. Yfirlýst markmið hátíðarinnar er að hvetja börn á öllum aldri til virkrar þátttöku. Bóka- og bíótengd verkefnavinna, ævintýri, lestur, vinna með stafi og orð og skemmtilegar kvikmyndir muni einkenna hafnfirskt skólastarf þessa vikuna, bæði innan leikskóla og grunnskóla bæjarins. Byggðasafn Hafnarfjarðar býður skólahópum að koma virka daga á sérstaka sýningu um sögu kvikmyndahúsanna í Hafnarfirði og á aðrar fastar sýningar á safninu.

 

Dæmi um opna viðburði sem allir geta tekið þátt í:

  • Bíómaraþon í Hamrinum – föstudaginn 14. október kl. 20
  • Aldarafmæli Bókasafnsins – laugardaginn 15. október kl. 13
  • Sýningaropnun í Hafnarborg – laugardaginn 15. október kl. 15
  • Skapandi ljóða- og vatnslitasmiðja í Hafnarborg – sunnudaginn 16. október kl. 15
  • Sýningin Martröð í Hafnarfirði – mánudaginn 17. október
  • Sýningin Litli Prinsinn – mánudaginn 17. október
  • Smiðja Litli Prinsinn – mánudaginn 24. október kl. 13

Nánari upplýsingar um dagskrá Bóka- og bíóhátíðar 2022

Ábendingagátt