Bóka- og bíóhátíð lýkur með bíóveislu og brellugerð

Fréttir

Til að slá botninn í frábæra og vel lukkaða Bóka- og bíóhátíð í Hafnarfirði 2021 er blásið til öðruvísi og innihaldsríkrar bíóveislu í Bæjarbíói á síðasta degi hátíðarinnar. Í boði eru þrír viðburðir sem allir eru ókeypis og allir velkomnir meðan húsrými leyfir. 

Lokadagur Bóka- og bíóhátíðar í Hafnarfirði er miðvikudagurinn 13. október 

Til að slá botninn í frábæra og vel lukkaða Bóka- og bíóhátíð í Hafnarfirði 2021 er blásið
til öðruvísi og innihaldsríkrar bíóveislu í Bæjarbíói á síðasta degi hátíðarinnar. Í boði eru þrír viðburðir sem allir eru ókeypis og allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Hin bráðskemmtilega íslenska ofurhetjumynd Svartiskafrenningurinn í framleiðslu Fenrir films verður sýnd kl. 17 og með á
sýningunni verður framleiðslustjóri Fenrir Films, Arnar Benjamín, sem situr
fyrir svörum. Kl. 18 verður boðið upp á fyrirlestur á ensku um brellugerð með Rob Tasker , fagstjóra myndbreytinga við Kvikmyndaskóla Íslands. Rob mun
gefa innsýn í hversu fjölbreytt og margslungið brelluverk nútímakvikmynda getur
verið og hvernig má best fóta sig í tæknibrellubreytingum.

Karamellur, skrautlegir karakterar og skapandi sumarstörf  

Karamellumyndin ogkvikmyndin Astrópía eftir hafnfirska leikstjórann Gunnar B. Guðmundsson verða sýndar kl. 20. Astrópía er íslensk kvikmynd frá 2007 sem var að stóru leyti tekin í
Hafnarfirði. Eftir að kærasti Hildar er settur í fangelsi neyðist hún til að fá
sér vinnu í „nördabúðinni“ Astrópíu þar sem hún kynnist mörgum skrautlegum
karakterum sem kynna hana fyrir heimi hlutverkaspila. Karamellumyndin segir frá
lögreglumanni og aðstoðarkonu hans sem reyna að upplýsa röð dularfullra glæpa,
sem virðast tengjast með óbeinum hætti. Þá verður stuttmyndin „Ég er bara að
ljúga er það ekki?“ og örþættirnir „Hafnarfjörður í Hnotskurn“ einnig sýndir en
verkefnin voru unnin í skapandi sumarstörfum í ungmennahúsinu Hamrinum sumarið
2021. 

Kvikmyndaleikstjóri miðlar reynslu og fróðleik til nemenda í 8. bekk

Í tilefni af Bóka- og bíóhátíð mun Gunnar Björn Guðmundsson
kvikmyndaleikstjóri heimsækja nemendur í 8. bekk í öllum grunnskólum
Hafnarfjarðar og ræða við nemendur, fjalla um kvikmyndagerð og vinnuferlið í
kvikmyndagerð. Hann mun segja frá starfi sínu og fræða börnin um það hvernig
kvikmynd verður til, allt frá fyrsta handriti að fullunnu verki. Gunnar Björn
hefur unnið við leikhús, sjónvarp og kvikmyndir í rúma tvo áratugi og meðal
annars leikstýrt áramótaskaupinu, sjónvarpsþáttum um Ævar vísindamann og
kvikmyndunum Astrópíu, Gauragangi og nú síðast Ömmu Hófi sem einmitt var frumsýnd í
Bæjarbíó. 

Svarti Skafrenningurinn – Sýning í Bæjarbíói | Facebook

Áttabíó: Astrópía á Bóka- og bíóhátíð | Facebook

Brellugerð – Fyrirlestur með Rob Tasker | Facebook

Ábendingagátt