Bókabýttimarkaður barnanna

Fréttir

Bókabýttimarkaður barnanna verður haldinn í Firði á laugardaginn frá kl. 13-15. Tækifæri og vettvangur fyrir börn á grunnskólaaldri að eignast nýjar bækur með því að selja eldri bækur.

Lumar barnið þitt á „gömlum“ og mikið lesnum bókum sem það væri alveg til í að skipta út fyrir „nýjar“ bækur? 

Hvílir stafli af barnabókum uppi á lofti eða inni í geymslu sem gæti öðlast nýtt líf í höndum annarra?

Vettvangur fyrir börnin

Bókabýttimarkaður barnanna verður haldinn í Verslunarmiðstöðinni Firði á laugardaginn frá kl. 13-15.  Tilgangur markaðar er að skapa tækifæri og vettvang fyrir börn á grunnskólaaldri að eignast nýjar bækur með því að selja eldri bækur sem þeir eiga og kaupa aðrar í staðinn eða býtta. Enginn þarf að býtta á bókum nema að hann vilji það. Það eina sem þarf er samþykki foreldra fyrir sölunni. 

Eitt verð og mæting kl. 12:45

ATHUGIÐ að aðeins eitt verð er á öllum bókum (200 kr.) og gott gæti verið að hafa skiptimynt meðferðis til að auðvelda sölu. Mæting er í Fjörð kl. 12.45 fyrir þá sem vilja selja bækur en markaðurinn hefst kl. 13 fyrir þá sem vilja skoða og kaupa bækur á mjög góðu verði. 

Hlökkum til að sjá ykkur!! 😀

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlega sendið póst á: vigfus@hafnarfjordur.is

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði

Viðburðurinn er liður af Bóka- og bíóhátíð barnanna. Þessi nýja menningarhátíð, sem stendur yfir í eina viku, er nú haldin í fyrsta skipti og endurspegla viðburðir vikunnar áherslu á bækur og kvikmyndir og skapandi og skemmtileg verkefni sem tengjast hvoru tveggja. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna enn frekar á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri. Hátíðin er haldin í nánu samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við Bókasafn Hafnarfjarðar, grunnskóla, leikskóla, Hafnarborg, Byggðasafn, Bæjarbíó, Verslunarmiðstöðina Fjörð og fleiri aðila.

Yfirlit yfir viðburði hátíðar að finna hér eða á Facebooksíðu hátíðarinnar,

Ábendingagátt