Bókasafn Hafnarfjarðar hlýtur styrk úr Bókasafnssjóði

Fréttir

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað 20 milljónum króna úr Bókasafnasjóði. Sjóðnum bárust 30 umsóknir að þessu sinni og sótt var um rúmar 73 milljónir. Sjö verkefni hlutu styrk að þessu sinni og kemur eitt þeirra frá Bókasafni Hafnarfjarðar.

Sjö verkefni hljóta styrk úr Bókasafnasjóði árið 2023

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað 20 milljónum króna úr Bókasafnasjóði. Sjóðnum bárust 30 umsóknir að þessu sinni og sótt var um rúmar 73 milljónir. Sjö verkefni hlutu styrk að þessu sinni og kemur eitt þeirra frá Bókasafni Hafnarfjarðar. Verkefnið Hittingar fyrir karlmenn sem byggir á sömu hugmyndafræði og Anna invites, sem ætlað er konum, er eitt þessara verkefna.

Sérstakir hittingar fyrir karlmenn á Bókasafni Hafnarfjarðar

Hugmyndin á bak við verkefni Bókasafns Hafnarfjarðar eru mánaðarlegir hittingar fyrir karlmenn þar sem hægt er að fræðast, læra og kynnast á eigin forsendum, út frá eigin verðleikum og styrkleikum og komast mögulega í tengingu við karlmenn með svipuð eða sameiginleg áhugamál og áhugasvið. Á hittingunum munu líka gefast tækifæri til að prófa sig áfram í nýju handverki, þróa með sér nýja færni, öðlast nýja þekkingu og mynda vinatengsl.

Tilkynning á vef Stjórnarráðsins um öll verkefni og styrkþega

Ábendingagátt