Bólusetningar starfsfólks skóla í Hafnarfirði eru hafnar

Fréttir

Bólusetningar starfsfólks í leik-, grunn,- og tónlistarskólum í Hafnarfirði gegn Covid19 eru hafnar og fer bólusetning fyrir þessa hópa fram á næstu dögum og vikum. Vegna fjölda starfsfólks sem fer frá skólum til að sinna þessu mikilvæga verkefni má vera að einhver röskun verði á skólastarfi. Með góðu samstarfi og samstöðu allra næst sá mikilvægi áfangi að bólusetja starfsfólkið okkar sem starfar náið með börnum hvort heldur er í leik eða starfi.

Bólusetningar starfsfólks í leik-, grunn,- og tónlistarskólum í Hafnarfirði gegn Covid19 eru hafnar og fer bólusetning fyrir þessa hópa fram á næstu dögum og vikum. Mikil og metnaðarfull vinna hefur farið fram við skipulag á bólusetningum og mikilvægt að starfsfólk mæti í boðaða tíma til að framkvæmdin geti gengið vel fyrir sig. Vegna fjölda starfsfólks sem fer frá skólum til að sinna þessu mikilvæga verkefni má vera að einhver röskun verði á skólastarfi. Með góðu samstarfi og samstöðu allra næst sá mikilvægi áfangi að bólusetja starfsfólkið okkar sem starfar náið með börnum hvort heldur er í leik eða starfi.

Fyrirfram takk fyrir sýndan skilning!  

Sjá tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands 

Menntamálaráðherra hvetur til samvinnu vegna bólusetninga

Skipulagið tekur mið af aðstæðum, tegund bóluefnis í notkun á hverjum tíma og fleiri þáttum, en ekki þörfum vinnuveitenda eða einstaklinga. Menntamálaráðherra sendi út orðsendingu vegna bólusetninga starfsfólks í skólum landsins. Þar hvetur ráðherra til samvinnu sem mun tryggja hnökralausar bólusetningar.

Orðsending menntamálaráðherra:

Samvinna í skólakerfinu tryggir hnökralausa bólusetningu
Bólusetning gegn Covid-19 gengur vel og stefnt er að því að ljúka fyrri bólusetningu áhættuhópa á næstu dögum. Í framhaldinu hefst bólusetning starfsfólks í leik-, grunn- og framhaldsskólum, vonandi strax í næstu viku. Mikilvægt er að starfsfólk skólanna mæti til bólusetningar á boðuðum tíma, svo framkvæmdin gangi hratt og vel. Skipulagið tekur mið af aðstæðum, tegund bóluefnis í notkun á hverjum tíma og fleiri þáttum, en ekki þörfum vinnuveitenda eða einstaklinga. Skólastarf gæti því raskast í einhverjum tilvikum, en með góðri samvinnu allra lykilaðila má lágmarka óþægindin af þessum langþráða áfanga. Ég hvet skólastjórnendur, kennara og annað starfsfólk skólanna, nemendur og fjölskyldur þeirra til að sýna þolinmæði og viðeigandi skilning svo þetta mikilvæga samfélagsverkefni gangi vel fyrir sig.

Hlýjar kveðjur,
Lilja D. Alfreðsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra

Ábendingagátt