Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bóka- og bíóhátíð barnanna 2017 hófst í dag með glæsilegri opnunarhátíð. Rúmlega 200 tíu ára börn frá grunnskólum Hafnarfjarðar mættu á svæðið til að hitta hlýða á söng og upplestur og upplifa bíósýningu í menningarhúsi Hafnarfjarðar, sjálfu Bæjarbíói. Uppbrot á skólastarfi á báðum skólastigum og fjölbreytt dagskrá verður í boði í söfnum Hafnarfjarðar alla vikuna.
Bóka- og bíóhátíð barnanna 2017 hófst í dag í Hafnarfirði með glæsilegri opnunarhátíð. Rúmlega 200 tíu ára börn frá grunnskólum Hafnarfjarðar mættu á svæðið til að hitta hlýða á söng og upplestur og upplifa bíósýningu í menningarhúsi Hafnarfjarðar, sjálfu Bæjarbíói. Uppbrot á skólastarfi á báðum skólastigum og fjölbreytt dagskrá verður í boði í söfnum Hafnarfjarðar alla vikuna.
Bóka- og bíóhátíð barnanna er menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og styður hátíðin við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hafa verið síðustu misseri. Menningarhátíðin er haldin í nánu samstarfi safna og skóla bæjarins við Bæjarbíó og fleiri aðila. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér í Hafnarfirði. Hátíðin hófst með mikilli skemmtun í Bæjarbíói í morgun þar sem rúmlega 200 börn komu saman til að hlýða á kór Öldutúnsskóla, upplestur sigurvegara Stóru upplestrarkeppninnar 2017 og nokkur lög hjá Friðriki Dór sem útnefndur var Lestrarsendiherra Hafnarfjarðar 2016 ásamt Fanndísi Friðriksdóttur, knattspyrnukonu. Titilinn bera þau út þetta ár og eru andlit lesturs og læsis fyrir hafnfirsk börn og þeim fyrirmynd og hvatning til framfara og aukins árangurs á lestrarsviðinu. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, sá um að opna hátíðina og bjóða börn og boðsgesti velkomin. Opnunarhátíðinni lauk með bíósýningu fyrir börnin í Bæjarbíói.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna á söfnum Hafnarfjarðarbæjar auk þess sem hefðbundið skólastarf í grunn- og leikskólum er brotið upp með bókum og bíósýningum. Alla vikuna fá foreldrar afslátt af stofnun bókasafnsskírteina auk þess sem hægt er að taka þátt í bókabingói, útlánaleik og því að semja sameiginlegt ljóð í Bókasafni Hafnarfjarðar. Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur, aðstoðar rithöfunda framtíðarinnar við að virkja ímyndunaraflið og skrifa sögur í bókasafni. Smiðjan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Alla vikuna stendur skólahópum til boða að heimsækja bæði Hafnarborg og Byggðasafn og fá leiðsögn um þær sýningar sem þar standa nú yfir. Í Hafnarborg eru það sýningarnar Rósa og Kvenhetjan og í Pakkhúsi Byggðasafnsins sýningin Bíóbærinn – gullöld kvikmyndahúsanna í Hafnarfirði. Þessar sýningar verða líka opnar fyrir almenning um komandi helgi. Sóla sögukona mun taka á móti leikskólabörnum með upplestri þrjá morgna í vikunni. Annar bekkur grunnskóla Hafnarfjarðar er boðið í brúðuleikhús í Bæjarbíó á sýninguna Pétur og úlfurinn og er fjölskyldunni allri boðið í listasmiðjuna Furðuverur spjalla saman í Hafnarborg í vikulok þar sem hægt verður að skapa eitthvað fallegt saman í formi ljóða og/eða texta sem setja má saman í bókverk.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.