Börnin eiga sunnudaginn: Hátíð í Hellisgerði

Fréttir

Báðir álfar en þó ekki bræður, Íþróttaálfurinn og Benedikt búálfur, verða meðal þeirra sem verða á kreiki í Hellisgerði sunnudaginn 25. ágúst. Barnahátíð sem garðurinn umvefur.

Hellisgerði bíður þín þennan sunnudaginn!

Segja má að börnin eigi þennan sunnudag í Hellisgerði. Benedikt búálfur og Íþróttaálfurinn, andlitsmálun, dansarar frá Listdansskóla Hafnarfjarðar, sögustund bókaálfs Bókasafns Hafnarfjarðar, útileikir, sápukúlur og sykurpúðar lita fjölskylduhátíð sem haldin verður í Hellisgerði milli klukkan 14-16 í dag. Stundin okkar með börnunum og barnshjörtunum.

Hafnfirðingar og huldufólk fögnuðu í fyrra 100 ára afmæli Hellisgerðis og nú á 101 árs afmælinu mun andi liðinnar aldar, huldufólks og álfa verða allsráðandi í Hellisgerði sem fyrr. Já, þetta er hamingjustund með álfum og öðrum gleðigjöfum á Hátíð í Hellisgerði.

Svona lítur dagskrá sunnudagins út:

  • 14:15   Sögustund bókaálfs Bókasafns Hafnarfjarðar við tjörnina
  • 14 – 16 Sirkússmiðja með Sirkús Ananas
  • 14 – 16 Andlitsmálning barnanna í Gróðurhúsinu
  • 14:30   Benedikt búálfur
  • 14:45   Kjalar
  • 15:00   Mæja jarðaber
  • 15:15    Íþróttaálfurinn

Já, njótum dagsins saman. Öll velkomin.

Ábendingagátt