Leikskólabörnin hoppa af kæti með Íþróttaálfinum

óflokkað

„Hver ykkar vita hvað heilsunammi er?“ Spurði Íþróttaálfurinn þegar hann hitti börnin á leikskólanum Vesturkoti í gær, fimmtudagsmorgun. „Epli, banana, appelsína,“ taldi hann upp.  Íþróttaálfurinn eflir nú heilsuna í Hafnarfirði.

Gleðin og orkan í hámarki með Íþróttaálfinum!

„Hver ykkar vita hvað heilsunammi er?“ Spurði Íþróttaálfurinn þegar hann hitti börnin á leikskólanum Vesturkoti í gær, fimmtudagsmorgun. „Epli, banana, appelsína,“ taldi hann upp. Börnin hoppuðu af kæti þegar Íþróttaálfurinn kíkti í heimsókn og hristi upp í stuðinu og starfinu. 

Íþróttaálfurinn úr Latabæ heimsækir leikskóla bæjarins þessa dagana og færir hverri deild spil sem hvetur til hreyfingar — allt til að efla andann í Heilsubænum Hafnarfirði. Hvert barnið á fætur öðru dró spil úr stokki álfsins og svo var dansað í takti við þá hreyfingu sem spilið stakk upp á.

Leikskólar Hafnarfjarðarbærjar vinna nú að því að verða heilsueflandi. Heimsókn íþróttaálfsins er undir merkjum heilsueflandi samfélags, sem er lýðheilsunálgun embættis landlæknis á landsvísu. 

Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem embættið vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök og fleiri.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Áfram krakkar. Þið eruð frábær!

Ábendingagátt