Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnfirskir skólar eru að fara öðruvísi og skapandi leiðir við framkvæmd verkefna í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna í ár en hátíðin stóð yfir síðustu vikuna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Hátíðin í ár einkennist ekki síst af skapandi hugsun og öðruvísi skemmtiheitum.
Hafnfirskir skólar eru að fara öðruvísi og skapandi leiðir við framkvæmd verkefna í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna í ár en hátíðin stóð yfir síðustu vikuna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Hátíðin í ár einkennist ekki síst af skapandi hugsun og öðruvísi skemmtiheitum sem kallað hefur m.a. á aukið samstarf milli bekkja og frístundaheimila fjölda skóla. Einhverjir skólar hafa verið að vinna með lestrarvefi (bókaorma eða kóngulóarvefi) í samstarfi við heimili nemenda og þannig stækkuðu vefirnir í takti við aukinn fjölda lesinna bóka á hafnfirskum heimilum. Óhætt er að segja að bóka- og bíótengd verkefnavinna, ævintýri, lestur, vinna með stafi og orð og skemmtilegar kvikmyndir hafi einkennt hafnfirskt skólastarf síðustu vikuna.
Þannig vann t.d. 5. bekkur í Engidalsskóla með Harry Potter þema þessa vikuna og gerðu þannig bókamerki og flokkunarhatta, skrifuðu galdraþulur og uppskriftir af seiðum ásamt því að velja sér heimavist og búa til sína eigin persónu sem býr í Hogwart. 3. bekkur í Skarðshlíðarskóla lás bókina Ótrúleg saga um risastóra peru í nestistímunum frá mánudegi til fimmtudags. Á föstudegi var skellt í bíó með alvöru bíóstemningu; stólum raðað upp í bíóbekki, popp og djús og línuna og teiknimynd á tjaldi.
Samstarf frístundaheimila skilar sér í kvikmynd samsettri úr mörgum stuttmyndum
Hópur frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar, í samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar, ákvað að taka virkan þátt í hátíðinni í ár með því að búa til kvikmynd úr mörgum stuttmyndum. Bókin Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur rithöfund og bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2020 varð fyrir valinu. Til stóð að hún færi í heimsókn í alla grunnskóla Hafnarfjarðar þessa vikuna en í ljósi alls þá hefur heimsóknum verið frestað þar til í nóvember. Í þessum heimsóknum ætlaði hún að lesa valinn kafla úr þessari spennandi bók fyrir 3-4 bekki grunnskólanna. Þessi aldurshópur hefur nú síðustu vikuna fengið tækifæri til að taka þátt í kvikmyndagerðinni. Þau frístundaheimili sem tóku þátt voru Tröllaheimar, Hraunkot, Álfakot, Skarðssel, Selið og Lækjarsel en þátttaka í verkefninu var að sjálfsögðu valfrjáls og einhver frístundaheimili þegar búin að útfæra þátttöku sína í ár með öðrum hætti. Þessi frístundaheimili fengu ákveðinn kafla úr bókinni til að vinna með sem var lesinn saman af hópnum áður en sköpunargleðin tók öll völd.
Börnin sáu um ferlið frá upphafi til enda…með smá aðstoð starfsfólks
Börn frístundaheimilanna unnu saman að kvikmyndagerðinni frá upphafi til enda og fengu þau að útfæra handritið, hanna og finna búninga, sjá um leikmuni, leika og þannig sjá um alla þá þætti sem huga þarf að við gerð kvikmyndar. Sumir unnu á bak við tjöldin, enda sú vinna ekki síður mikilvæg, og sáu þannig um t.d. hönnun búninga og leikmuna s.s. löggubíls og lögguhatta. Verkefnið vakti mikla lukku og gleði og heyrst hefur að hóparnir vilji nú vera með stuttmyndagerð í hverri viku. Kvikmyndin er nú tilbúin til sýningar og eru frístundaheimilin að undirbúa frumsýningu hennar hjá sér. Aldrei að vita nema Bergrún Íris sjálf sendi þeim hvatningu og einkunn fyrir frammistöðuna. Til stendur að sýna kvikmyndina á Bókasafni Hafnarfjarðar þegar umhverfi og aðstæður leyfa slíkar samkomur á nýjan leik.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…