Brandaraganga í boði í brandarabænum

Fréttir

Opnuð hefur verið hressandi gönguleið, brandaraganga, um skemmtilegar slóðir í Suðurbæ Hafnarfjarðar í smáforritinu Wapp – Walking App. Á leiðinni eru 27 áningarstaðir með bröndurum og alls eru brandararnir 37 talsins. Brandaragangan er í boði Heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

Opnuð hefur verið hressandi gönguleið, brandaraganga, um skemmtilegar
slóðir í Suðurbæ Hafnarfjarðar í smáforritinu Wapp – Walking App. Á leiðinni
eru 27 áningarstaðir með bröndurum og alls eru brandararnir 37 talsins. Brandaragangan
er í boði Heilsubæjarins Hafnarfjarðar líkt og fleiri göngur í smáforritinu
m.a. núvitundarganga við Hvaleyrarvatn. Gangan er við allra hæfi og
brandararnir sem eru á 100–200 m fresti til þess fallnir að hvetja yngsta
göngufólkið áfram.

IMG_1350Geir Bjarnason verkefnastjóri Heilsubæjarins Hafnarfjarðar og Einar Skúlason eigandi Wappsins að prufukeyra gönguna í fyrsta skipti í dymbilvikunni.  

Hafnarfjarðarbrandaragangan
ætti að taka um klukkustund

Gangan hefst við Fjörð. Farið er meðfram sjávarsíðunni,
eftir Strandstígnum, þar sem sólarlagið nýtur sín á fallegum kvöldum, kyrrðin
kristallast að morgni og lífið endurspeglast í allri sinni dýrð yfir daginn.
Þaðan er gengið upp í áttina að St. Jósefsspítala og framhjá Karmelklaustrinu
þar sem er tilvalið að ganga upp á útsýnishólinn og skima í allar áttir. Farið er
að kirkjugarðinum og gengið meðfram honum niður að Hamarskotslæk. Læknum er fylgt
niður í miðbæinn aftur m.a. framhjá gömlu stíflunni og virkjuninni þar sem
heilsa má upp á endur, gæsir og álftir.

IMG_1406Einar Skúlason hjá Wappinu hefur húmor fyrir Hafnarfjarðarbröndurunum.

Sæktu gönguna í
símann og arkaðu af stað

Wapp er ókeypis smáforrit með safni fjölbreyttra GPS
leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni,
sögur, náttúru og umhverfi. Leiðarlýsingu göngunnar er hægt að hlaða inn á
símann fyrirfram eða hlaða gagnasambandi við upphafi göngu. Gangan ber heitið Hafnarfjarðarbrandaragangan
í smáforritinu og þegar gönguleiðin hefur verið opnuð er smellt á
„kort“. Þá birtast þeir staðir þar sem tilvalið þykir að segja nýjan
brandara, hver punktur geymir svo einn til tvo vel valda.

Flestar Wapp leiðirnar í Hafnarfirði eru í boði Heilsubæjarins
Hafnarfjarðar. Vonir standa til þess að samstarf Heilsubæjarins og Wapp auðveldi
íbúum og vinum Hafnarfjarðar að nálgast upplýsingar um áhugaverðar gönguleiðir,
sögulegan fróðleik um menningarminjar og útivistarmöguleika í landi
Hafnarfjarðar og hvetji til aukinnar hreyfingar og útiveru.

Hreyfum okkur og
hlæjum smá í leiðinni! 

Ábendingagátt