Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Uppskeruhátíð tveggja ára prufuverkefnis innleiðingar Barnasáttmálans var haldin hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir helgi. Tvö frístundaheimili, yngsta stig tveggja skóla og tveir leikskólar bæjarins eru brautryðjendurnir. Þau skoðuðu innra starfið sitt og hvernig þau nýta Barnasáttmálann í starfi sínu.
„Það skiptir miklu máli að vinna eftir Barnasáttmálanum ef við ætlum að vera barnvænt samfélag,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags hjá Hafnarfjarðarbæ.
Uppskeruhátíð vegna innleiðingar grunngreinar Barnasáttmálans í starfs leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Hafnarfirði var haldin þann 23. janúar. Skólarnir sem fögnuðu voru prufuskólar í verkefninu, brautryðjendur, og metnaðarfullu verkefnin sem þeir kynntu hluti af aðgerðaráætlun barnvæns samfélags. Þekking þeirra verður nýtt í innleiðingu annarra skóla.
Verkefnið hófst í maí 2023 í samstarfi við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, RannUng. Skólarnir fundu tækifærin til að vinna markvisst með Barnasáttmálann. Aðrir skólar munu svo fara að fordæmi þeirra.
Tvö frístundaheimili, yngsta stig í tveimur skólum og tveir leikskólar buðu sig fram og tóku þátt. Þau skoðuðu innra starfið sitt og hvernig þau gætu nýtt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna betur. Fulltrúar skólanna kynntu svo útfærstuna. Hugmyndin er að vera með jafningafræðslu í skólum, leikskólum og frístundaheimilum bæjarfélagsins. Upphaf verkefnisins hafi verið að auka sýnileika Barnasáttmálans í starfi.
„Markmiðið er að börn og starfsfólk þekki réttindi sín. Plúsinn er svo að foreldrar taki þátt í vegferðinni og þekki það að verið sé að nota Barnasáttmálann í starfi barnanna þeirra,“ segir Þórunn.
Skólarnir sem leiða starfið skoðuðu margt innan sinna raða og fóru ólíkar leiðir. Yngsta stigið í Víðistaðaskóla hafi til að mynda ákveðið að skoða áhugasviðsval. „Það er svo oft að við fullorðna fólkið leggjum til málanna og gleymum að hugsa hvað börnin vilja gera.“ Í frístundaheimilinu Hraunseli í Hraunvallaskóla hafi svo starfsviðið verið skoðað.
„Hraunsel skoðaði svo allt starfið sitt og tengdi sáttmálann við það. Þau vinna með grein vikunnar.“
Þórunn segir þessa prufuskóla þó þegar hafa notað Barnasáttmálann á hverjum degi, rétt eins og svo margir aðrir skólar. „En þau höfðu þó ekki alltaf áttað sig á því.“
Markmiðið sé að innleiða helstu ákvæði Barnasáttmálans:
En flækir það starf starfsfólks að vinna eftir Barnasáttmálanum? „Oft er innleiðingin erfið, svona meðan fólk breytir vinnulagi sínu. En með því að vera með svona brautryðjendur sjáum við strax hvernig aðrir skólar geta innleitt Barnasáttmálann hratt og vel og gengið vel frá fyrstu skrefum,“ segir Þórunn.
„Ávinningurinn er svo mikill fyrir börnin. Þau fá tækfæri til að hafa áhrif og læra inn á lýðræðið snemma. Mér finnst þetta stórkostlegt tæki og tól,“ segir hún.
„Markmiðið er að börn geti gengið út frá því að þau séu sérfræðingar í eigin lífi. Þau geti sagt skoðanir sínar og látið ljós sitt skína. Þetta er ávinningur fyrir samfélagið í heild.“
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…
Aron Pálmarsson stendur vaktina í Jólaþorpinu í ár. Hættur í boltanum og kominn í bakkelsið. Hann hlakkar til að hitta…
Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og góðgæti. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani,…
Fáni Bandalags kvenna í Hafnarfirði var vígður við gleðilega stund í Kiwanishúsinu í gær. Sex kvenfélög eiga aðild að þessum…