Brettafélag Hafnarfjarðar opnar aðstöðuna

Fréttir

Miðvikudaginn 4. febrúar verður aðstaða Brettafélags Hafnarfjarðar við Flatahraun opnuð en innrétting aðstöðunnar hefur staðið yfir undanfarna mánuði.

Miðvikudaginn 4. febrúar verður aðstaða Brettafélags Hafnarfjarðar við Flatahraun opnuð en innrétting aðstöðunnar hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Aðstaðan hefur nú tekið á sig nokkuð endanlega mynd og til stendur að opna þar hjólabrettaverslun sem mun selja allt sem viðkemur hjólabrettum.

Opið verður alla virka daga frá kl. 15-21 og kl. 10-18 um helgar. Hjólabrettatímar verða alla virka daga nema miðvikudaga en þá er opið fyrir BMX hjól. Um helgar skiptast hjólabretti og BMX á dögum. Ef hjólabretti er á laugardegi þá er BMX á sunnudegi, næstu helgi á eftir er BMX á laugardegi og hjólabretti á sunnudegi.

Brettafélag Hafnarfjarðar á Facebook

Ábendingagátt