Brettafjör í snjónum á Víðistaðatúni

Fréttir

Tugir barna og unglinga léku listir sýnar á snjóbrettum – bæjarblaðið Fjarðarfréttir kíkti á krakkana. Í gærkvöldi var stór hópur barna og unglinga á æfingu á Víðistaðatúni og bætt hafði verið við snjó að brekkunni.

Tugir barna og unglinga léku listir sýnar á snjóbrettum – bæjarblaðið Fjarðarfréttir kíkti á krakkana og fylgdist með þeim á æfingu. 

Sjá myndir og upprunalega frétt á vef Fjarðarfrétta

Brettafélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 2012 en hefur eflst mikið og dafnað síðan. Fyrst var áherslan mest á hjólabretti en fljótlega bættust snjóbrettin við en nú eru einnig deildir fyrir fjallahjól og BMS hjól. Iðkendur sem stunda skipulagðar æfingar hjá félaginu eru um 140 talsins á aldrinum 5 til 18 ára, en einnig sækir fjöldi barna og unglinga innanhússaðstöðuna á degi hverjum. Félagið fékk mjög góða aðstöðu í gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun en 

félagið æfir einnig í Bláfjöllum og víðar þar sem aðstaða er góð hverju sinni.
Brettafjor
Í gærkvöldi var stór hópur barna og unglinga á æfingu á Víðistaðatúni en Hafnarfjarðarbær hafði bætt við snjó að brekkunni við Víðistaðakirkju svo hægt var að byggja upp stökkpalla. Var þetta snjór sem kom til við hreinsun á götum og stígum í bænum. Að sögn Jóns Teits, eins þjálfara félagsins voru félagar hæst ánægðir með aðstöðuna og þakklátir Hafnarfjarðarbæ fyrir að koma með snjóinn. Sagði hann mikinn kraft í félaginu um þessar mundir og benti á fjöldann í brekkunni því til staðfestingar. Þarna æfðu félagarnir hinar ýmsu kúnstir við frumlegar aðstæður en allir hjálpuðust að við að gera hana viðunandi, skóflur voru á lofti og einhver hafði komið á jeppa með öflugum kösturum sem lýsti upp hluta af svæðinu.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á svæðinu og tók nokkrar myndir af þessum hressu krökkum.
Sjá myndir og upprunalega frétt á vef Fjarðarfrétta

Ábendingagátt