Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og deiliskipulagi Suðurhafnar, Fornubúðir 5

Fréttir

Tillögur að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna færslu á háspennulínum við Hamranes og breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Suðurhafnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 27.08. – 08.10.2018.

 

Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 22.8.2018 að auglýsa framlagða tillögu, dags. 08.08.2018, að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes og að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkti á fundi sínum þann 22.8.2018 framlagða tillögu, dags. 08.08.2018, að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingin felst í að ákvæði um Suðurhöfn, hafnarsvæði (landnotkunarflokk H), verði ítarlegri.

Breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar, Hafnarfirði – Fornubúðir 5 

Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkti á fundi sínum þann 22.8.2018 framlagða tillögu, dags. 10.08.2018, að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5. Jafnframt var samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Í deiliskipulagsbreytingunni felst orðalagsbreyting í greinargerð til samræmis við breytingu á greinargerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og eru aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagsbreytingin auglýstar samhliða, sbr. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. 

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 27.08. – 08.10.2018.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu. 

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 08. október 20108. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.
Skipulagsfulltrúi.

Ábendingagátt