Niðurstaða sveitarstjórnar: Fornubúðir 5
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í textabreytingu á greinargerð þar sem heimiluð er breyting á skilmálum miðsvæðis M7 vegna lóðarinnar Fornubúðir 5.
Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar samþykkt: Fornubúðir 5
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í textabreytingu á greinargerð þar sem heimiluð er breyting á skilmálum miðsvæðis M7 vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Á reit M7 er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og þjónustu. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna miðsvæðis M7 gerir ráð fyrir að íbúðir verði einnig heimilaðar á svæðinu.
Breytingin er aðgengileg í Skipulagsgátt