Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar

Auglýsingar Tilkynningar

Auglýsingar um breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025: Stækkun reits samfélagsþjónusta S1 við Hrafnistu, hafnarsvæði – þétting byggðar Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn, vegna Áslands 4 og fjölgun hjúkrunarrýma á lóðinni Hringhamar 43 í Hamranes reit M3. Breytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillögur í kynningu er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is.

Stækkun reits samfélagsþjónusta S1 við Hrafnistu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 09. október 2024 óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samfélagsþjónustusvæðið S1 stækkar um 0,12 ha og OP1 minnkar um 0,12 ha. Ástæða fyrir breytingunni er að stækka þarf lóðina Hraunvangur 7 til vesturs fyrir uppbyggingarmöguleika á lóðinni. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti í mkv. 1:15.000 og er aðgengileg í skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1158

Þétting byggðar Suðurhöfn, Flensborgarhöfn og Hamarshöfn

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 9. október 2024 óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í textabreytingu í greinargerð þar sem feldar eru í burtu prósentutölur afsláttar á lóðarverðum vegna vottaðra bygginga. Greinargerð með rökstuðningi er aðgengileg í skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1267

Vegna Áslands 4

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 11. nóvember 2024 óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í textabreytingu í greinargerð vegna húsagerða á reit ÍB11/Áslandi 4. Greinargerð með rökstuðningi er aðgengileg í skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1337

Fjölgun hjúkrunarrýma á lóðinni Hringhamar 43 í Hamranes reit M3

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 6. nóvember 2024 óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í textabreytingu á greinargerð þar sem heimilað er fjölgun hjúkrunarrýma á lóðinni Hringhamar 43 í Hamranes reit M3. Greinargerð með rökstuðningi er aðgengileg í skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1338

Breytingarnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillögur í kynningu er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is eða hafa samband við þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma: 585-5500.

 

Ábendingagátt