Grenndarkynning – Suðurhöfn

Fréttir

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 4. október 2016, að grenndarkynna tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar. Skriflegar athugasemdir óskast eigi síðar en 16. nóvember.

Grenndarkynning – breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar, Óseyrarbraut 1 – 3

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á
fundi sínum þann 4. október 2016, að grenndarkynna tillögu um óverulega
breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði  í samræmi við 1. mgr.  44. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breytingin felst í að gangstétt er steypt frá lóðamörkum
Óseyrarbrautar 3 og 5 að  lóðamörkum
Óseyrarbrautar 1 og Hvaleyrarbrautar 2.  Bogalagaður kantur er steyptur á horni
Óseyrarbrautar og Fornubúðar, fyllt upp með grjóti/möl og e.t.v. gróðri.
Breytingar koma fram á meðfylgjandi uppdrætti, dags. í júní 2016. Að öðru leyti
gilda áfram núgildandi skilmálar fyrir svæðið.

Deiliskipulagið verður grenndarkynnt frá og með 19. október til 16. nóvember 2016.
Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna hér

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur
á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til
umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar Norðurhellu 2, eigi síðar en 16. nóvember
2016.
Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests,
teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu í síma 585-5500.

Ábendingagátt