Breyting vegtengingar að geymslusvæði Hafnarfjarðar

Tilkynningar

Vegna framkvæmda Vegagerðarinnar við tvöföldun Reykjanesbrautar er fyrirhugað að breyta vegtengingu að geymslusvæði Hafnarfjarðar frá Reykjanesbraut. Bann verður sett á vinstri beygju inn á núverandi vegtengingu geymslusvæðisins frá Reykjanesbraut. Samhliða því er hafinn undirbúningur að því að loka vegtengingunni og færa hana vestar til bráðabirgða, eða þar til nýr vegur um Álhellu verður tilbúinn. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðaleiðin verði tilbúin um miðjan júní.

Bann sett á vinstri beygju inn á núverandi vegtengingu

Vegna framkvæmda Vegagerðarinnar við tvöföldun Reykjanesbrautar er fyrirhugað að breyta vegtengingu að geymslusvæði Hafnarfjarðar frá Reykjanesbraut. Bann verður sett á vinstri beygju inn á núverandi vegtengingu geymslusvæðisins frá Reykjanesbraut sem er í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem lagt er til við Vegagerðina að lokað verði tafarlaust fyrir vinstri beygju á gatnamótunum við geymslusvæðið. Samhliða því er hafinn undirbúningur að því að loka vegtengingunni og færa hana vestar til bráðabirgða, eða þar til nýr vegur um Álhellu verður tilbúinn. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðaleiðin verði tilbúin um miðjan júní.

Aukið öryggi við áframhaldandi tvöföldun Reykjanesbrautar

Ástæða lokunarinnar er að tryggja betur umferðaröryggi vegfarenda að geymslusvæðinu sem og verktakans sem vinnur að tvöföldun Reykjanesbrautar. Í september hefst svo vinna ÍAV við undirgöng við Straumsvík og er áætlað að sú vinna standi yfir fram á haust 2025. Á meðan á þeim framkvæmdum stendur verða undirgöngin einbreið og með ljósastýringu.

Fyrirfram þakkir til íbúa og annarra hlutaðeigandi

Ábendingagátt