Breytingar á „Ósnum“

Fréttir

Eflaust hafa margir Hafnfirðingar tekið eftir því að síðan í júní hafa neyðarútrásir Fráveitu Hafnarfjarðar við Vesturgötu og Óseyrarbraut staðið opnar. Þetta þýðir að óhreinsað skolp hefur runnið í sjóinn á tveim stöðum, skammt undan landi með tilheyrandi fuglalífi. 

Eflaust hafa margir Hafnfirðingar tekið eftir því að síðan í júní hafa neyðarútrásir Fráveitu Hafnarfjarðar við Vesturgötu og Óseyrarbraut staðið opnar. Þetta þýðir að óhreinsað skolp hefur runnið í sjóinn á tveim stöðum, skammt undan landi með tilheyrandi fuglalífi. 

Undanfarin sex ár hefur öllu skolpi frá Hafnarfirði verið dælt í hreinsi- og útrásardælustöðina í Hraunavík þannig að síðastliðnar vikur hafa verið afturhvarf til fortíðar sem í þessu samhengi væri best gleymd.

Nauðsynlegt reyndist að breyta miðlunarmannvirki sem nefnt hefur verið Ósinn, þannig að það yfirfall skolps sem þar var, verði úr sögunni í eitt skipti fyrir öll. Stjórnloki í botni tanksins var óvirkur og meira eða minna stöðugt rennsli var um yfirfall út í sjó.

Allt verkið hefur reynst mjög krefjandi og hreinsun tanksins tók verulega lengri tíma en áætlað var. Þá hefur endurnýting röra og tengihluta úr mannvirkinu verið flóknari og erfiðari en til stóð, en nauðsynlegt reyndist að fjarlægja alla járnhluta úr innviðum tanksins.

Innan tveggja vikna er gert ráð fyrir að hægt verði að hleypa skolpi aftur suður til Hraunavíkur en þá verður hægt að loka neyðarútrásunum að nýju. Skolp er óhjákvæmilegur fylgifiskur samfélagsins, en að þessum framkvæmdum loknum mun allt skolp bæjarins fara rétta leið suður í Hraunavík og í gegnum það hreinsunarferli sem að var stefnt.

Ábendingagátt