Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þann 1. janúar 2023 tóku gildi strangar reglur um sérstaka söfnun heimilisúrgangs. Samhliða komu til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun skuli vera sem næst raunkostnaði á hvern aðila. Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw) þ.e. í takti við fjölda íláta.
Þann 1. janúar 2023 tóku gildi strangar reglur um sérstaka söfnun heimilisúrgangs. Samhliða komu til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun skuli vera sem næst raunkostnaði á hvern aðila. Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw) þ.e. í takti við fjölda íláta. Þessar breytingar á lögum eru meðal annars að skila sér í sorphirðu- og sorpeyðingargjald Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2024. Þannig hefur samsetning sorpíláta hjá íbúum bein áhrif á sorphirðugjaldið og gjaldið breytist úr því að vera föst tala í að vera breytileg eftir fjölda og stærð íláta auk þess sem íbúar í fjölbýli deila heildarkostnaði hlutfallslega í takti við stærð íbúðar.
Stóra breytingin í sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum sveitarfélaganna er að gjaldið breytist úr því að vera eitt fast gjald í það að vera breytilegt gjald per heimili sem byggir á fjórum kostnaðarliðum:
Húsfélög fjölbýlishúsa mun frá og með þessari breytingu deila heildarkostnaði eftir stærð íbúða og þannig munu stærstu íbúðirnar bera hlutfallslega hæstan kostnað og þá í takti við fjölda og stærð sorpíláta við fjölbýlið. Gjaldskrá vegna sorphirðu er almennt að hækka um 9,9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir þessa árs og væntanlegri verðbólgu næsta árs. Breytt samsetning sorpíláta hjá íbúum getur dregið umtalsvert úr þessari hækkun og í einhverjum tilfellum jafnvel lækkað gjaldið. Haustið 2023 var opnað fyrir kaup íbúa á öllum gerðum sorpíláta og eru íbúar hvattir til að endurskoða samsetningu sinna sorpíláta ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Í tilfellum fjölbýlishúsa (2 íbúðir eða fleiri) er það formaður húsfélags sem óskar eftir breytingu á samsetningu sorpíláta eftir að samþykki íbúa liggur fyrir og að vel ígrunduðu mál og greiningu á rýmdarþörf úrgangs með tilliti til losunartíðni.
Þessum breytingum er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs. Þar spila sveitarfélögin veigamikið hlutverk m.a. að teknu tilliti til úrgangsstjórnunar og innleiðingar. Hafnarfjarðarbær hefur síðustu mánuði og ár unnið að endurskoðun stjórntækja og aðgerða á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs. Þessi breyting er liður í þeirri vegferð.
Sorphirðu- og sorpeyðingargjald er innheimt með fasteignagjöldum ár hvert. Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir 2024 voru nýverið birtir á Mínum síðum á vef bæjarins og á Island.is.
Nánari upplýsingar um fjórflokkunina almennt
Gjaldskrá
Kaup, endurnýjun og förgun á sorpílátum
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.