Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Opnað hefur verið fyrir breytingu á fjölda tvískiptra 240L íláta fyrir matarleifar og blandaðan úrgang hjá tví- og þríbýlum sem og 240L íláta fyrir matarleifar í fjölbýlum. Um tímabundið breytingarferli er að ræða frá 25. september til 30. nóvember 2023. Enginn aukakostnaður er vegna breytinganna á þessu tímabili.
Breytingarbeiðni sorpíláta fyrir hönd tví-, þrí-, eða fjölbýlis
Íbúar og húsfélög í Hafnarfirði eiga sín sorpílát sjálf og sjá um kaup, viðhald og endurnýjun á þeim sem og útskipti milli sorpflokka. Við innleiðingu fjórflokkunar heimilissorps sumarið 2023 fengu sérbýli tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og fjölbýli 240L ílát fyrir matarleifar afhent til eignar til að geta uppfyllt fjórflokkun. Samkvæmt 10. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 skal söfnun á matarleifum, blönduðum úrgangi, plasti, pappír og pappa fara fram við íbúðarhús og ber að hafa sorpílát fyrir þessa úrgangsflokka.
Sumar og haust 2023 markaði ákveðinn reynslutíma í innleiðingu á nýrri fjórflokkun á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Nú ættu íbúar, meðal annars í Hafnarfirði, að vera komnir með góða tilfinningu fyrir rýmdarþörf vegna matarleifa og blandaðs úrgangs hjá tví- og þríbýlum og matarleifa hjá fjölbýlum. Frá og með 25. september til 30. nóvember 2023 býðst íbúum í tví-, þrí- og fjölbýli og þannig húsfélögum að endurskoða fjölda sorpíláta endurgjaldslaust.
Forsvarsmaður tví-, þrí- og fjölbýlis sækir formlega um breytingu fyrir hvert heimilisfang. Umsókn er yfirfarin með tilliti til lágmarks rýmdarþarfar, skilafjöldi sorpíláta staðfestur ásamt tímasetningu og fyrirkomulag skilaferlis verður upplýst með tölvupósti. Spurningar tengdar breytingum á fjölda sorpíláta berist til: sorpflokkun@hafnarfjordur.is
Skoða má lóðarmörk heimilisfanga á Kortavef Hafnarfjarðarbæjar
Sérstök athygli er vakin á því að sorphirðutíðni er sú sama óháð fjölda íláta. Ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang er losað á 2ja vikna fresti og þurfa íbúar að gera sér fulla grein fyrir rýmdarþörf miðað við þann úrgang sem fellur til og að ílátafjöldi dugi fyrir neyslu allra mánuða ársins og þann fjölda íbúa sem þar býr. Ef íláti er skilað með staðfestri breytingabeiðni þarf að kaupa nýtt ef bæta þarf við eða endurnýja síðar meir. Íbúar og húsfélög í Hafnarfirði eru hvött til að koma sorpílátum vel fyrir í sorpgeymslum, -skýlum og -gerðum fyrir veturinn. Ílát sem eru í skjóli fyrir veðri og vindum hafa lengri líftíma. Einnig er mikilvægt að greitt aðgengi sé fyrir sorphirðumenn að hverjum sorpflokki án þess að færa þurfi aðra sorpflokka frá.
Nánari upplýsingar um fjórflokkunina almennt
Sértækar upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag í Hafnarfirði
Gjaldskrá
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.