Breytt lega Ásvallabrautar og tengingar við Kaldárselsveg

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 14. febrúar 2018 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 er varðar breytta legu Ásvallabrautar og tengingar við Kaldárselsveg.

Niðurstöður bæjarstjórnar samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 

Nýtt deiliskipulag fyrir Ásvallabraut
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14. febrúar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. 

Niðurstaða bæjarstjórnar samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 

Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013- 2025
Breytt lega Ásvallabrautar og tengingar við Kaldárselsveg Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 14. febrúar 2018 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025. Tillagan var auglýst frá 14. mars – 23. apríl 2018. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Nánar upplýsingar fást hjá skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar

Þeir sem óska eftir nánari
upplýsingum geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt