Breyttur opnunartími í þjónustuveri

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur síðustu mánuði og ár markvisst tekið skref í átt að snjallari þjónustu gagngert til að bæta gæði og skilvirkni. Nýjum snjöllum lausnum hefur verið vel tekið af íbúum og öðrum þjónustuþegum og nýjar leiðir til samskipta og miðlunar upplýsinga að gefa góða raun. Stafrænar breytingar og þróun afgreiðslutíma almennt í samfélaginu hefur m.a. haft bein áhrif á heimsóknir í þjónustuver að Strandgötu 6.

Hafnarfjarðarbær hefur síðustu mánuði og ár markvisst tekið skref í átt að snjallari þjónustu gagngert til að bæta gæði og skilvirkni. Nýjum snjöllum lausnum hefur verið vel tekið af íbúum og öðrum þjónustuþegum og nýjar leiðir til samskipta og miðlunar upplýsinga að gefa góða raun. Stafrænar breytingar og þróun afgreiðslutíma almennt í samfélaginu hefur m.a. haft bein áhrif á heimsóknir í þjónustuver að Strandgötu 6.

Frá 1. nóvember 2021 lokar þjónustuver kl. 14 á föstudögum

Frá og með 1. nóvember 2021 verður breyting á afgreiðslutíma þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar á föstudögum. Þá mun verða opið frá kl. 8-14. Alla aðra virka daga er áfram opið frá kl. 8-16. Áfram er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingagátt allan sólarhringinn, senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is ásamt því að flest allar umsóknir um þjónustu eru í dag orðnar rafrænar og má finna á Mínum síðum. Gögnum á pappír má skila hvenær sem er sólarhringsins í póstlúgu Ráðhússins að Strandgötu 6. Neyðarsími þjónustumiðstöðvar er opinn utan opnunartíma eins og áður.

Þróun í takti við breytingar í samfélaginu

Ákvörðun um breyttan opnunartíma er tekin eftir rýni á tölulegri þróun heimsókna, símtala, netspjalla og nýtingu þjónustunnar samhliða þróun og breytingum á afgreiðslutíma hjá öðrum sveitarfélögum og opinberum stofnunum. Þessi þróun er í takti við þróun samfélagsins og hafa m.a. stytting vinnuvikunnar og auknir möguleikar á sjálfsafgreiðslu þar áhrif á. Þjónustuver Hafnarfjarðarbær var opnað 1. september árið 2003 og hefur starfsfólk þjónustuvers og Hafnarfjarðarbæjar kappkostað að hafa þjónustu við íbúa ávallt til fyrirmyndar. Snjöll skref sveitarfélagsins miða við að nýta upplýsingatæknina til að bæta gæði og skilvirkni þjónustunnar og koma á enn betri samskiptum við íbúa eftir leiðum og á tímum sem hentar best þörfum samfélagsins hverju sinni.  

Ábendingagátt