BROSTU-regnbogabraut á Strandgötunni

Fréttir

Á Strandgötunni, milli Bókasafnsins og Bæjarbíós, má finna BROSTU-regnbogabraut. Verkið er unnið í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð og er ætlað að gleðja augað og minna okkur á það einfalda en jafnframt áhrifaríka ráð, að brosa.

Á Strandgötunni, milli Bókasafnsins og Bæjarbíós, má finna BROSTU-regnbogabraut. Verkið er unnið í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð og er ætlað að gleðja augað og minna okkur á það einfalda en jafnframt áhrifaríka ráð, að brosa. Það var listahópur Vinnuskólans sem sá um að mála verkið og gerðu það með stakri prýði.

 

Brosum breitt á okkar leið,
höfum ásýnd bjarta.
Hamingjan er öllum greið
í Hafnarfjarðar hjarta.

 

Höf.: Íris Ósk Jónsdóttir 2021

 

Ábendingagátt