BRÚIN – framúrskarandi samvinnuverkefni

Fréttir

Í byrjun desember 2019 fékk BRÚIN (nýtt verklag í þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins) hjá Hafnarfjarðarbæ Evrópuviðurkenningu frá samtökum evrópskra félagsmálastjóra, European Social Network, fyrir framúrskarandi samvinnuverkefni á sviði skóla- og fjölskylduþjónustu.

Í byrjun desember 2019 fékk BRÚIN (nýtt verklag í þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins) hjá Hafnarfjarðarbæ Evrópuviðurkenningu frá samtökum evrópskra félagsmálastjóra, European Social
Network, fyrir framúrskarandi samvinnuverkefni á sviði skóla- og
fjölskylduþjónustu.

Bruinvidurkening

BRÚIN er markvisst verklag skóla- og fjölskylduþjónustu
bæjarins sem samþættir þjónustu í nærumhverfi barna og fjölskyldna þeirra.
Áhersla er lögð á að veita aukna þjónustu á fyrri stigum með aðkomu
þverfaglegra Brúarteyma í skólunum. Þessi áhersla fellur vel að fyrirhuguðum
breytingum og stefnumörkun yfirvalda í málefnum barna. Verklagið hefur verið
innleitt í skrefum í samstarfi við leik- og grunnskóla bæjarins, og mun þróunin
og innleiðingin halda áfram næstu árin. Ekki er um tímabundið verkefni að ræða
heldur breytt verklag í þjónustu við
börn og fjölskyldur hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem markmiðið er fyrst og fremst að
auka lífsgæði barna og fjölskyldna. 

Ábendingagátt