Brúin valin til þátttöku í alþjóðlegri keppni UNICEF

Fréttir

Þitt atkvæði skiptir máli. Nýverið var tilnefning um Brúarverkefni Hafnarfjarðarbæjar send inn í alþjóðlega keppni Unicef sem ber heitið Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards og tekur Brúin þar þátt í flokknum Child-friendly social services eða barnvæn félagsþjónusta

Nýverið var tilnefning um Brú Hafnarfjarðarbæjar send inn í alþjóðlega keppni Unicef sem ber heitið Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards og tekur Brúin þar þátt í flokknum Child-friendly social services eða barnvæn félagsþjónusta.

Verklag Brúarinnar hefur verið í þróun frá 2018 og er markmiðið að samþætta þjónustu við leik- og grunnskólabörn Hafnarfjarðar og fjölskyldur þeirra. Áhersla er lögð á að veita aukna þjónustu á fyrri stigum með aðkomu þverfaglegra brúarteyma í leik- og grunnskólunum.

Allar upplýsingar um Brúna má nálgast á vef bæjarins 

Verklag í þágu farsældar barna 

Brúin var valin úr hópi fjölmargra innsendinga til að taka þátt í úrslitum þar sem almenningur kýs og verða vinningshafar tilkynntir þann 17. nóvember. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar er afar stolt af verklagi Brúarinnar sem hefur víða vakið verðskuldaða athygli. Hugmyndafræði, undirbúningur og verklag er m.a. að skila sér beint í ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní síðastliðinn og öðlast gildi 1. janúar 2022. 

Hægt er að kjósa Brúna til 14. nóvember 
Við hvetjum Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að kjósa!  

Ábendingagátt