Búið að semja og verkföllum aflýst – sundlaugar opna kl. 12 í dag

Fréttir

Verkfallsaðgerðum félagsmanna aðildarfélaga BSRB hefur verið aflýst. Þar með verkfalli starfsfólks í þjónustuveri og sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar. Mun starfsemi þessara starfsstöðva hefjast á ný samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. Sundlaugar opna kl. 12 í dag og þjónustuver kl. 8 á mánudaginn.

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. Þar með verkfalli aðildarfélaga í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og starfsfólks í þjónustuveri og sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar. Mun starfsemi þessara starfsstöðva hefjast á ný samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. Sundlaugar opna kl. 12 í dag og þjónustuver kl. 8 á mánudaginn.

Sundlaugar Hafnarfjarðar opna kl. 12 á hádegi í dag

Sundlaugar Hafnarfjarðar opna í dag, laugardaginn 10. júní kl. 12, samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. Opið er í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug til kl. 18 í dag. Sundhöll Hafnarfjarðar opnar venju samkvæmt kl. 6.30 á mánudagsmorgun. Í öllum sundlaugum Hafnarfjarðar er frítt fyrir börn, 17 ára og yngri. Sundlaugarnar eru þrjár og hafa þær allar sín sérkenni. Upplýsingar um sundlaugarnar

Ábendingagátt