Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær og Golfklúbburinn Keilir hafa gert með sér samning um byggingu á frostfrírri 480 fermetra vélaskemmu að Steinholti 7 Hafnarfirði. Áætlað er að framkvæmdum muni ljúka á árinu 2023. Framkvæmdin er metin sem sem mikilvægt skref í eflingu golfíþróttarinnar og vegna umhirðu knattspyrnugrasvalla í bænum.
Hafnarfjarðarbær og Golfklúbburinn Keilir hafa gert með sér samning um byggingu á nýrri véla- og áhaldaskemmu á grundvelli samstarfssamninga Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Samningurinn tekur til byggingar á frostfrírri 480 fermetra vélaskemmu að Steinholti 7 Hafnarfirði. Áætlað er að framkvæmdum muni ljúka á árinu 2023 og er undirbúningsvinna, hönnun og jarðvinna þegar hafin. Framkvæmdirnar eru metnar sem mikilvægt skref í eflingu golfíþróttarinnar og vegna umhirðu knattspyrnugrasvalla í bænum.
Aðstaða fyrir vélar og búnað hefur verið lítil hjá Keili og hefur félagið þurft að geyma vélar úti yfir veturinn og leigja aðstöðu annars staðar til að geyma tækin. Á sama tíma hefur ekki verið aðstaða fyrir starfsfólk til að sinna viðgerðum og viðhaldi á tækjabúnaði félagsins. Hafnarfjarðarbær er með samning við Keili um umhirðu grasvalla hjá íþróttafélögunum og því er það allra hagur að tryggt sé að vélarkostur félagsins sé varinn og viðhaldið eins og best verður á kosið þannig að hægt sé að sinna bæði grasfótboltavöllunum og golfvellinum á besta hátt.
Guðmundur Örn Guðmundssson gjaldkeri stjórnar Keilis og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri undirrita samning. Hér með Ólafi Þór Ágústssyni framkvæmdastjóra Keilis.
Hafnarfjarðarbær fellst á að umræddar framkvæmdir verði í samræmi við samstarfssamninga bæjarins og Íþróttabandalagsins og greiðir um 80% af áætluðum framkvæmdakostnaði en Golfklúbburinn Keilir greiðir um 20%. Sveitarfélagið hefur fallist á fyrirliggjandi kostnaðaráætlun upp á 88 milljónir króna, hlutur Hafnarfjarðarbæjar verður þannig um 70,4 milljónir kr. og hlutur Golfklúbbsins Keilis um 17,6 milljónir kr. Golfklúbburinn Keilir mun sjá um allar framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun. Öll mannvirki sem munu verða á svæði Golfklúbbsins Keili eru óframseljanleg nema til komi samþykkt bæjarráðs Hafnarfjarðar og skal þá andvirðið renna til rétthafa, Hafnarfjarðarbæjar og Golfklúbbsins Keilis, í réttu hlutfalli við eign þeirra í mannvirkjum.
Samningur var samþykktur á fundi bæjarráðs 09.02.2023
SSH stendur fyrir könnun um heilsu, líðan og velferð ungs fólks frá 16-25 ára. Mismunandi spurningar sem koma m.a. að…
Bergið headspace og Hafnarfjarðarbær hafa starfað náið saman síðan í mars 2021. Samstarfið byggir á ráðgjafaþjónustu til handa ungu fólki…
Ása Marin les úr bókinni sinni Hittu mig í Hellisgerði í Hellisgerði kl. 14 á morgun, laugardag. Bókin er ekki…
Hringhús prýðir miðju Thorsplans í fyrsta sinn. Þar verður hægt að gæða sér á kakói, fá sér heitan kaffibolla og…
Evrópska nýtnivikan tók á sig skemmtilegan blæ á leikskólanum Norðurbergi nú í morgun þegar starfsmenn mættu í skiptiflíkum af hver…
Ása Marin er höfundur rómantísku stefnumótaskáldsögunnar Hittu mig í Hellisgerði. Jólabærinn Hafnarfjörður rammar söguna inn.
Keramik Bjarna Sigurðssonar nýtur sín oft í tímaritinu Bo Bedre. Hann hefur haldið í samböndin í Danmörku síðan hann lærði…
Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós og mikilvægi endurskinsmerkja því ótvírætt. Hafnarfjarðarbær hvetur…
Stjórn GSÍ hefur heimild til að veita heiðursviðurkenningar til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga sem skarað hafa fram úr með…
Spjall við hina ýmsu rithöfunda og fjölþjóðlegir jólasveinar eru konfektmolar Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir þessi jól. Hressandi viðburðir sem gaman er…