Dagný Kristinsdóttir er nýr skólastjóri Víðistaðaskóla

Fréttir

Hrönn Bergþórsdóttir fráfarandi skólastjóri Víðistaðaskóla tók þann 6. ágúst sl. á móti Dagnýju Kristinsdóttur nýráðnum skólastjóra skólans, afhenti henni lykla að skólanum og óskaði henni velfarnaðar í starfi.

Komið að starfslokum eftir 36 ára starfsævi við skólamál í Hafnarfirði

Hrönn Bergþórsdóttir fráfarandi skólastjóri Víðistaðaskóla tók þann 6. ágúst sl. á móti Dagnýju Kristinsdóttur nýráðnum skólastjóra skólans, afhenti henni lykla að skólanum og óskaði henni velfarnaðar í starfi.

Hrönn, sem var skólastjóri Víðistaðaskóla í nær 11 ár segir, „Ég er að ljúka störfum eftir 36 ára starfsævi við skólamál í Hafnarfirði og ætla að hefja töku lífeyris og þarmeð starfslok.“ Við þökkum Hrönn kærlega fyrir frábært starf hér í skólabænum og óskum henni alls hins besta í þessum nýja og spennandi kafla framundan.

 

Hrönn Bergþórsdóttir og Dagný Kristinsdóttir

Dagný Kristinsdóttir er skólastjóri Víðistaðaskóla

Sjö umsækjendur voru um stöðu skólastjóra Víðistaðaskóla en staðan var auglýst 6. júní sl. eftir að Hrönn Bergþórsdóttir sagði stöðu sinni lausri eftir 11 ára starf sem skólastjóri. Þann 17. júlí sl. var birt tilkynning á vef Hafnarfjarðarbæjar að Dagný Kristinsdóttir hefði verið ráðin skólastjóri en umsóknarfrestur rann út 21. júní sl.

Lista yfir umsækjendur má sjá hér fyrir neðan:

  • Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari
  • Arnar Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
  • Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Dagný Kristinsdóttir, deildarstjóri
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson, deildarstjóri
  • Soffía Ámundadóttir, deildarstjóri

Reynslumikil á sviði kennslu og náms

Dagný lauk B.Ed í grunnskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og áföngum til BA í íslensku árið 2014. Þá lauk Dagný meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Hún lauk diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2022. Dagný hefur starfað sem grunnskólakennari í mörg ár og einnig verið deildarstjóri í grunnskóla. 20219-2020 starfaði hún sem framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst.

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Víðistaðaskóli er teymiskennsluskóli með fjölbreytta kennsluhætti. Í skólanum eru 2 bekkjardeildir á yngsta stigi, 3 bekkjardeildir á miðstigi og 3–4 bekkjardeildir á elsta stigi. Í upphafi skólaársins 2023–24 voru um 520 nemendur í skólanum.

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta og er skólastarfið í anda þeirra. Í Víðistaðaskóla er lögð áhersla á að undirbúa nemendur undir framtíðina á lýðræðislegan hátt. Skólinn vinnur í anda lýðræðis og eru haldin sérstök þing þar sem ýmis mál eru rædd, þessi vinna er einnig tengd Barnasáttmálanum.

Við þökkum Hrönn kærlega fyrir frábært starf og tökum vel á móti nýjum skólastjóra Víðistaðaskóla, Dagnýju Kristinsdóttur!

Ábendingagátt