Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna á þjóðhátíðardaginn. Að lokinni hátíðardagskrá á Hamrinum fer skrúðgangan að Thorsplani þar sem fram fer fjölbreytt skemmtidagskrá sem teygir sig um allan miðbæinn.
17. júní 2015 – Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði
Skátafélagið Hraunbúar flaggar 100 fánum víðsvegar um bæinn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní.
Frjálsíþróttadeild FH stendur fyrir frjálsíþróttamóti fyrir 6-10 ára – börn fædd 2005-2009
Keppt verður í eftirtöldum greinum frjálsíþrótta: 6-8 ára: 60 m hl., 200m hl., skutlukast og langstökk. 9-10: 60 m hl., 600 m hl., kúluvarp og langstökk.
Allir velkomnir á mót í frjálsíþróttahúsinu. Keppendur fá verðlaunapening að lokinni keppni.
Annríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa.
Brettafélag Hafnarfjarðar býður bæjarbúum frítt í skateparkið Flatahrauni 14 milli kl. 12 og 18. Hægt verður að fá lánaðar græjur án endurgjalds.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar Karlakórinn Þrestir Ávarp fjallkvenna, hundrað hafnfirskar konur í þjóðbúningum Ljóð fjallkvenna: Bergrún Íris Sævarsdóttir Helgistund, sr. Þórhildur Ólafs, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju
Gengið nýja leið niður Hringbraut í átt að Læknum, beygt inn Lækjargötu og Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna ásamt fulltrúum íþróttafélaga. Í skrúðgönguna fylkjast víkingar, konur í þjóðbúningum, Sirkus Íslands og fleiri.
Konubörnin Eygló Hilmarsdóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir kynna barna- og fjölskyldudagskrá á Thorsplani 14:00 Ávarp formanns þjóðhátíðarnefndar, Matthías Freyr Matthíasson 14:05 Gunni og Felix 14:30 Sirkúsdans meistarahóps Bjarkanna 14:45 Víkingabardagi – Rimmugýgur 15:00 Skrímslin 15:30 Lína Langsokkur
Við Hafnarborg kl. 14:00-16:00 14:00 Electric Elephant 14:45 Línudans eldri borgara 15:00 Skylmingadeild FH 15:15 Dansar frá Listdansskóla Hafnarfjarðar
Kvartmíluklúbburinn sýnir bíla og Mótorhjólaklúbburinn Gaflarar sýna mótorhjól fyrir framan Hafnarborg
Austurgötuhátíð Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna á Austurgötuna á 17. júní Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum Teymt undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla á Grundartúni
Strandgatan, stræti og torg Á Strandgötunni verða sölubásar, leiktæki, andlitsmálun og götulistamenn Á Ráðhústorginu verða leiktæki, götulistamenn, borðtennisdeild BH Margrét Björg Gylfadóttir jóðlar og Margrét Arnardóttir leikur á harmonikku Kaffisala skáta verður í og við húsnæði Rauða krossins við Thorsplan Listahópur Vinnuskólans og Skapandi sumarstörf verða á ferðinni Á Kaupfélagsreitnum verður litli róló, körfuboltaþrautabraut og andlitsmálun
Sjúkrastofnanir Ingibjörg Friðriksdóttir, söngkona og Margrét Arnardóttir, harmonikkuleikari, heimsækja sjúkrastofnanir og flytja eigin útsetningar af þjóðlögum og sjómannavölsum og rekja stemminguna í íslenskri tónlist.
Menningar og listafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir hljómsveitakeppninni Bæjarbandinu í Bæjarbíó. Lifandi tónlist frá kl. 14:00 og frítt inn.
Opið kl. 12:00-17:00. Ókeypis aðgangur. Í Hafnarborg standa yfir sýningarnar Enginn staður og Þinn staður, okkar umhverfi við Flensborgarhöfn.
Við Hafnarborg kl. 14:00-16:00
14:00 Electric Elephant 14:45 Línudans eldri borgara 15:00 Skylmingadeild FH 15:15 Dansar frá Listdansskóla Hafnarfjarðar
Enginn staður Ljósmyndasýning sem beinir sjónum sínum að samtíma ljósmyndum af íslenskri náttúru eftir ljósmyndara og listamenn sem allir eru búsettir á Íslandi.
Meðal sýnenda eru: Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson.
Sýningarstjórar eru: Áslaug Íris Friðjónsdóttir og Unnur Mjöll Leifsdóttir.
Þinn staður, okkar umhverfi við Flensborgarhöfn Sýningin er opin vinnustofa um nýtt skipulag við Flensborgarhöfn. Í Sverrissal Hafnarborgar geta gestir kynnt sér stóran uppdrátt af Flensborgarhöfn og jafnframt notað hann sem grunn fyrir eigin hugmyndir. Þar má einnig sjá eldri kort og uppdrætti, ljósmyndir, greinargerðir og ýmis önnur gögn sem tengjast skipulagi Hafnarfjarðar við höfnina. Vinnustofan tengist undirbúningsvinnu Hafnarfjarðarbæjar vegna nýs skipulags á svæðinu við smábátahöfnina sem er skilgreint sem blanda af hafnarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. Bæjarbúar og aðrir fá tækifæri til að kynna sér skýrslur og annað efni sem notast er við í skipulagsgerð og til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri.
Umsjón með verkefninu hefur Magnea Guðmundsdóttir arkitekt.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna . Opið kl. 11-17 í fimm húsum, Pakkhúsið, Sívertsens-hús, Beggubúð, Siggubær, Bungalowið og Strandstígurinn. Ókeypis aðgangur.
Pakkhúsið, Vesturgötu 8. Pakkhúsið er aðalsýningarhús Byggðasafnsins og hýsir þrjár sýningar. Ný þemasýning um bíóbæinn Hafnarfjörð, Þannig var… saga Hafnarfjarðar frá landnámi til okkar daga og á efstu hæð hússins er að finna litríka leikfangasýningu fyrir börn og fullorðna.
Sívertsens-hús, Vesturgötu 6. Sívertsens-húsið er elsta hús bæjarins, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen sem var á sinni tíð mesti athafnamaður í Hafnarfirði, rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Í húsinu er að finna margvíslegan fróðleik um Bjarna og fjölskyldu hans.
Beggubúð, Kirkjuvegi 3b. Í húsinu er verslunarminjasýning Byggðasafnsins. Húsið var byggt sem verslunarhús árið 1906 fyrir verslun Egils Jacobssens. Það stóð áður við Strandgötu aðal verslunargötu bæjarins en var flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús árið 2008.
Siggubær, Kirkjuvegur 10. Það að koma inn í þetta litla hús er í raun einstök upplifun en Siggubær var byggður árið 1902 og er varðveittur sem sýnishorn af heimili verkamanns eða sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Við Siggubæ er auk þess opin sýningin Álfar og álfatrú.
Bookless Bungalow, Vesturgötu 32. Í húsinu er sögu erlendu útgerðarinnar í upphafi 20. aldar gerð skil en húsið sem slíkt er jafnframt einstakur safngripur og var það opnað sem sýningar- og móttökuhús árið 2008 eftir umfangsmiklar endurbætur. Bungalowið var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918 en þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Þeir voru áhrifamiklir og langstærstu atvinnurekendur í bænum um árabil og í húsinu má sjá stássstofu þeirra bræðra.
Strandstígurinn Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar má sjá ljósmyndasýninguna „Hafnarfjörður frá sjónarhóli kvenna“ með ljósmyndum, frá fyrri hluta 20 aldar eftir Sigríði Erlendsdóttur og Ólafíu G. Jónsdóttur.
13:00 Markaður opnar 13:30 Víkingaskóli barnanna 14:00 Bardagasýning 15:00 Sagnaþulir í hellinum á hótelinu 15:30 Mas-wrestling (planka keflis tog) 15:30 Hljómsveitin Hrafnagaldur spilar 16:00 Bardagasýning 16:30 Bogfimi og axakast 17:00 Hljómsveitin Hrafnagaldur spilar 17:30 Sagnaþulir í hellinum á hótelinu 18:00 Mas-wrestling (planka keflis tog) 18:00 Víkingasveitin spilar 19:00 Bardagasýning 20:00 Lokun markaðar 21:30 Kveðjuathöfn hjá víkingum við eldstæðið 22:30 Kveðjupartý hjá víkingunum 01:00 Lokun
Keppt verður í meistaraflokki karla og kvenna í handbolta. Dómarar verða Bjarni Viggósson og Ægir Örn Sigurgeirsson. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sýnir skemmtiatriði í hléi. Kynnir er Helgi Ásgeir Harðarson.
Konubörnin Eygló Hilmarsdóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir kynna kvölddagskrá á Thorsplani 20:00 Milkhouse 20:10 Ávarp nýstúdents – Björn Skarphéðinsson 20:15 María Ólafsdóttir flytur „Unbroken“ 20:30 Friðrik Dór 21:00 Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson
Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:
Strandgata: við Lækjargötu Austurgata: við Linnetstíg Linnetstígur: við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23 Mjósund: við Austurgötu
Bílastæði fatlaðra verða við Linnetstíg 1
Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum og ganga eða taka strætó á viðburðastaði. Bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Iðnskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla.
SKILJUM HUNDANA EFTIR HEIMA Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda. VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐASTÖÐUM.
Matthías Freyr Matthíasson Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
Framkvæmdanefnd Andri Ómarsson Bára Kristín Þorgrímsdóttir Geir Bjarnason Linda Hildur Leifsdóttir
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…