Dagskrá Samgönguviku 2016

Fréttir

Evrópska samgönguvikan verður haldin dagana 16. – 22. september n.k.  Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Dagskrá Samgönguviku lofar góðu og eru landsmenn allir hvattir til virkrar þátttöku. 

Evrópska samgönguvikan verður haldin dagana 16. – 22. september n.k.  Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Hafnarfjarðarbær hefur tekið virkan þátt í vikunni hin síðustu ár og gerir það að sjálfsögðu í ár líka m.a. með þátttöku í ráðstefnu um hjólið og náttúruna , grænkun bílastæða, fánum í vistgötum og uppsetningu á fræðsluskiltum á fimm friðlýstum stöðum í Hafnarfirði.

Dagskrá Samgönguviku 2016 lofar góðu og eru landsmenn allir hvattir til virkrar þátttöku. 

 

Akureyri 

Hafnarfjörður

  • Hafnfirðingar grænka bílastæði fyrir framan verslunarmiðstöðina Fjörð og með því beina sjónum að því að græn borgarrými eru fegurri en grá bílastæði.  Settir verða upp bekkir og fallegt haustlyng í potta auk þess sem hjólagrind verður sett upp á græna stæðið.  
  • Fánar settir upp á vistgötur til að minna á 15 kílómetra hraðann.

Föstudagur 16. september 

  • 9:00 – 16:00 Hjólafærni og Landssamtök Hjólreiðamanna efna til ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar – Hjólið og náttúran í Hlégarði í Mosfellsbæ í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðila. Ráðstefnan í ár er tileinkuð hjólreiðum og náttúrunni í tilefni þess að hún er haldin á Degi íslenskrar náttúru, sem er um leið upphafsdagur Evrópskrar samgönguviku. Dagskrá ráðstefnunnar – nánari upplýsingar

Akureyri

  • Stæðaæði – Park (ing) Day. Bílastæði við Pennann í göngugötunni fá nýtt hlutverk og verður breytt í almenningsgarð. Nánari upplýsingar
  • 18:00 Dagur íslenskrar náttúru Róleg hjólaferð með leiðsögn frá Minjasafninu og inn fyrir flugvöll og austur hólmasvæðið. Sjá dagskrá 

Hafnarfjörður

  • Sett verða upp fræðsluskilti á fimm friðlýstum svæðum í Hafnarfirði í tengslum við Dag íslenskrar náttúru í því skyni að hvetja til þess að fólk taki sér göngutúra á svæðunum um leið og það getur lesið sér til um þau. Skiltin eru líka á ensku. 

Laugardagur 17. september

Akureyri

  • 12:30 Hjóladagur fjölskyldunnar. Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hjólalestir frá grunnskólum bæjarins að ráðhústorgi þar sem dagskrá hefst kl. 13:30. Nánari upplýsingar

Reykjavík 

  • 10:30 Fyrsta laugardagshjólaferð vetrarins á vegum Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna. Lagt af stað frá Hlemmi. Léttar hjólaleiðir valdar og hentar vel hinum „venjulega“ hjólandi vegfarenda. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald.

Kópavogur

  • 11:00 – 12:30 Síðsumarsganga umhverfis- og samgöngunefndar og Sögufélags Kópavogs. Í tilefni evrópsks menningarminjadags og evrópskrar samgönguviku er farin síðsumarsganga frá Kópavogsbænum undir leiðsögn staðkunnugra. Fjölbreytt fræðsla og grill að göngu lokinni. Sjá dagskrá.

Mosfellsbær

  • Opnun nýrrar hjólahreystibrautar á miðbæjartorgi Í samvinnu við LexGames mun Mosfellsbær setja upp nýja hjólahreystibraut, Pump track braut, á miðbæjartorginu. Brautin hentar jafnt BMX hjólum, reiðhjólum, hlaupahjólum, hjólabrettum og línuskautum. Að samgönguvikunni lokinni verður brautin flutt á sinn varanalega stað við litla gervigrasvöllinn við íþróttamiðstöðina við Varmá. Sjá dagskrá.

Sunnudagur 18. september

Akureyri

  • 13:00 Hjólreiðamót fyrir börnin Hjólreiðafélag Akureyrar heldur skemmtilegt hjólreiðamót fyrir börnin. Rásmark er við Minjasafnið og hjólað við tjörnina. Sjá dagskrá 

Mosfellsbær

  • Hjólaleiðastígar í Mosfellsbæ Hjólareiðakort með hjólaleiðum í Mosfellsbæ gert aðgengilegt á íþróttamiðstöðvum og á heimasíðu bæjarins. Íbúar í Mosfellsbæ hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga í Mosfellsbæ til útivistar. Vakin athygli á korterskortinu sem sýnir 15 mínútna gönguradíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar, til að hvetja fólk til að ganga eða hjóla innanbæjar. Sjá dagskrá

Mánudagur 19. september 

Mosfellsbær

  • Leiðarvísar hjólreiðastíga Nýir leiðarvísar, vegvísar og leiðarmerkingar fyrir hjólreiðastíga í Mosfellsbæ teknar í notkun frá samgöngustíg við Úlfarsfell að Þingvallaafleggjara. Sjá dagskrá.

Reykjavík 

  • 10:00 Slökkvistöðin í Skógarhlíð Forgangsstýring umferðarljósa formlega gangsett. Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri prufukeyra forgangsbúnað fyrir slökkviliðið.
  • 14:00 Bústaðavegur Formleg opnun hjólastígs á Bústaðavegi. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar stíginn.

Þriðjudagur 20. september

Akureyri

  • 17:30 Krossanesborgir Göngu- og fræðsluferð um fólkvanginn í Krossanesborgum. Jón Ingi Cæsarsson fræðir fólk um svæðið. Gangan hefst kl. 17:30 á bílastæði norðan Byko. Sjá dagskrá

Mosfellsbær

  • 17:00 – 19:  BMX-dagur á miðbæjartorgi Mosfellsbæjar Hjólaþrautir og BMX sýning á miðbæjartorginu við Þverholt. BMX kappar sýna listir sínar á nýju pump track brautinni. Sjá dagskrá

Reykjavík 

  • 15.00 – 16.30 Ráðhús Reykjavíkur Opinn kynningarfundur um mikilvæg reiðhjólamál. Kynning á Hjólaborginni, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, kynning á hjólum.is – samfélagsverkefni um eflda reiðhjólamenningu og afhending fyrstu viðurkenninganna í Hjólavænni vottun fyrirtækja. Nánari upplýsingar 

Miðvikudagur 21. september

Akureyri

  • Úrslit ljósmyndasamkeppni kunngjörð.

Mosfellsbær

  • 15:00 – 17:00 Reiðhjólaviðgerðir á miðbæjartorgi Dr. Bæk aðstoðar við hjólastillingar og minniháttar lagfæringar hjóla á miðbæjartorginu. Sjá dagskrá

Reykjavík 

  • 16:00 Ráðhús Reykjavíkur Samgönguviðurkenning Reykjavíkur afhent.

Fimmtudagur 22. september

  • Frítt í Strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu á „frídegi bílsins“. 

Akureyri

  • Nýtt leiðarkerfi SVA tekið í notkun á bíllausa deginum. 

 

 

Ábendingagátt