Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og er skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti. Skólarnir í Hafnarfirði hafa tekið virkan þátt í verkefninu um árabil með kærleiksknúsum og vináttuvikum. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að mæta í grænu.
Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og er skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti. Skólarnir í Hafnarfirði hafa tekið virkan þátt í verkefninu um árabil með kærleiksknúsum og vináttuvikum. Sammerkt með vinavikum grunnskólanna er að skólarnir hafa helgað vikunni vináttu og samkennd og er skólastarf sniðið að verkefnum sem kalla á samvinnu og samstarf allra aldurshópa. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að mæta í grænu.
Í fjölmörgum skólum hefur vinavika verið í gangi alla vikuna ásamt vinaleikum og fjölgreindaleikum þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Fjölbreyttar stöðvar eru settar upp um skólana þar sem hæfileikar hvers og eins nemanda og kennara fá að njóta sín og allur aldur starfar saman. Elstu nemendurnir hugsa vel um þá yngstu í sínum hópi, leiðbeina þeim og sýna þeim virðingu, umhyggju og kærleik. Einelti hefur margvíslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur sem verða fyrir því og þeirra fjölskyldur. Vert er að muna að gerendur eru gjarnan börn sem sjálf hafa þolað einelti og finnst þau valdalaus. Oft er það hinn þögli meirihluti sem lætur einelti viðgangast en færri sýna ábyrgð og bregðast við. Miðlun góðra lífsgilda, regluleg fræðsla og umræður um einelti og afleiðingar þess eru nauðsynlegar. Öflug forvörn gegn einelti er að veita börnum skipulega þjálfun í að vera saman í leik og starfi þar sem lýðræði, mannréttindi og jafnrétti er haft að leiðarljósi. Þessi færni er liður í því að gera umhverfið jákvæðara þar sem einelti nær síður að skjóta rótum
Það er ósk Menntamálastofnunar að dagur gegn einelti veiti skólum tækifæri til að auka vitund um mikilvægi jákvæðra samskipta og að gefa út þau skilaboð að brugðist sé við neikvæðu atferli og einelti. Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf. Hafnarfjarðarbær og Heimili og skóli – landssamtök foreldra vinna náið og vel saman í þeirri vegferð að ýta undir og efla enn frekar öflugt foreldra-, forvarna- og fræðslustarf í sveitarfélaginu meðal annars með markvissri fræðslu og ráðgjöf frá sérfræðingum Heimilis og skóla. Nemendur í öllum 6. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar fá svokallaða SAFT fræðslu undir heitinu Verum snjöll en SAFT – samfélag, fjölskylda og tækni – er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Allir leikskólar, grunnskólar og foreldrafélög í Hafnarfirði eru með sinn tengilið hjá Heimili og skóla sem tryggir skilvirka þjónustu, markvissa eftirfylgni og annan þann mikilvæga stuðning sem Heimili og skóli innir af hendi.
Vefur Heimilis og skóla
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.