Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Dagur Jónsson veitustjóri er látinn en hann lést 9. febrúar, eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Dagur er borinn til grafar í dag kl. 15 frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Blessuð sé minning hans.
Dagur Jónsson veitustjóri er látinn en hann lést 9. febrúar, eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Dagur er borinn til grafar í dag kl. 15 frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar.
Mig langar að minnast hér með nokkrum orðum Dags Jónssonar sem á að baki hjá Hafnarfjarðarkaupstað langan og farsælan starfsferil. Dagur hóf störf hjá bæjarverkfræðingi í Hafnarfirði 1986. Fyrstu árin sá hann m.a um mælingar en síðan þróaðist vinna hans yfir í málefni tengd Vatnsveitunni. Hann varð vatnsveitustjóri og síðan veitustjóri við sameiningu veitnanna og byggði upp þá nútíma vatnsveitu sem Vatnsveita Hafnarfjarðar er í dag. Frá 1990 hefur Hafnarfjarðarbær tvöfaldast í mannfjölda og ný hverfi byggst upp með tilheyrandi uppbyggingu vatnsveitunnar.
Á síðustu árum hefur Dagur verið að skoða framtíðarvatnsból fyrir Hafnfirðinga og hafa rannsóknir hafist í Fagradal með það í huga. Einnig var farið í byggingu miðlunartanks í Áslandi til að búa í haginn fyrir framtíðina. Dagur stýrði þessari vinnu sem vatnsveitustjóri bæjarins þar sem hann starfaði allt til dánardags. Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu á vatnsbúskap og jarðsögu bæjarlandsins auk þess að kunna þá list að segja skemmtilega frá og miðla þekkingu með lifandi frásögnum og sögum. Dagur hafði einnig þann góðan eiginleika að vera fastur fyrir og fylginn sér og var ástæðan yfirleitt sú að hann vissi einfaldlega betur og byggði festu sína á þekkingu og trú á verkefnum sínum og vinnu.
Óhætt er að segja að Dagur hafi sinnt störfum sínum og verkefnum af miklum áhuga og þekkingu og er stórt skarð höggvið í starfsmannahóp Hafnarfjarðarkaupstaðar við fráfall hans. Sveitarfélagið horfir ekki bara á eftir fagmanni í sínu fagi heldur horfa starfsmenn líka á eftir góðum vini og félaga til fjölda ára. Það var með ólíkindum að fylgjast með Degi berjast í veikindum sínum sem hann tókst á við af æðruleysi og aðdáunarverðum lífsvilja. Heimsókn mín til hans á sjúkrahúsið í lok síðasta árs er mér afar minnisstæð og svo lýsandi fyrir Dag eins og ég þekkti hann af okkar of stuttu kynnum. Því þrátt fyrir vanlíðan og kvalir þá hélt hann áfram að tala fyrir þeim verkefnum sem hann hefur unnið ötullega að hin síðustu ár og ræða hugmyndir og ný verkefni. Hann ætlaði að halda áfram að sinna sjálfum sér og sínum og hélt áfram að framkvæma og hugsa til framtíðar.
Dags munum við ávallt minnast með mikilli virðingu og trú á lífið.
Fyrir hönd bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar og starfsmanna sendi ég Þórdísi Bjarnadóttur eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldunni allri hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.