Dagur kvenfélagskonunnar er í dag 1. febrúar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær sendir kvenfélagskonum í Hafnarfirði og um land allt sérstakar hamingjuóskir í tilefni dagsins með hjartans þökk fyrir ómetanlegt framlag til uppbyggingar og eflingar á samfélaginu á hverjum stað um árabil. Þá ekki síst hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna sem hafa verið kvenfélagskonum afar hugleikin.

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag 1. febrúar

Hafnarfjarðarbær sendir kvenfélagskonum í Hafnarfirði og um land allt sérstakar hamingjuóskir í tilefni dagsins með hjartans þökk fyrir ómetanlegt framlag til uppbyggingar og eflingar á samfélaginu á hverjum stað um árabil. Þá ekki síst hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna sem hafa verið kvenfélagskonum afar hugleikin.

Takk fyrir ykkur kæru kvenfélagskonur!  

Dagur kvenfélagskonunnar, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna. Dagurinn hefur fest sig fallega í sessi undanfarin ár og er haldinn hátíðlegur víða og þá aðallega meðal kvenfélagskvennanna sjálfra sem fagna uppskeru og árangri. Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að muna eftir deginum og heiðra kvenfélagskonur með fallegum hugsunum og orðum. Óeigingjörn störf kvenfélagskvenna sem oftar en ekki eru unnin í sjálfboðavinnu eru og hafa verið samfélaginu hér í Hafnarfirði afar mikilvæg.

Ábendingagátt