Leikskólastigið fékk Orðsporið 2021

Fréttir

Þann 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 14. sinn með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Í tilefni dagsins voru hvatningarverðlaunin Orðsporið veitt í áttunda sinn og handhafi þeirra í ár var leikskólastigið í heild sinni. 

Þann 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 14.
sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök
sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans
með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um
leikskólastarfið.

Leikskólastigið fær Orðsporið 2021

Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt í áttunda sinn. Orðsporið eru hvatningarverðlaun
sem veitt eru þeim sem þykja hafa skarað fram úr í því að efla orðspor
leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskóla og
leikskólabarna.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra,
upplýsti á morgunverðarfundi RannUng þann 5. febrúar sl. að handhafi Orðsporsins
2021 væri leikskólastigið. Í ávarpi sínu sagði hún meðal annars:

Leikskólastigið
hefur staðið í ströngu undanfarið ár og mikið hefur mætt á kennurum,
stjórnendum og öllu starfsfólki leikskólanna við að halda leikskólastarfi
gangandi. Unnið hefur verið algjört þrekvirki á leikskólastiginu og fyrir það
ber að þakka. Ég geri mér grein fyrir því að þetta hefur verið á tímum mjög
erfitt. Þess vegna vil ég þakka öllum þeim sem starfa á leikskólastiginu fyrir
þeirra vinnu. Þið eigið svo sannarlega skilið Orðsporið 2021.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags
stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Til hamingju allir leikskólar landsins og allir okkar frábæru leikskólar í Hafnarfirði!  Starfsfólk, stjórnendur, nemendur og skólasamfélagið í heild! 

Sjá tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands

Ábendingagátt