Dagur Norðurlanda er í dag 23. mars

Fréttir

Í tilefni dagsins hvetur Norræna félagið á Íslandi alla til að halda sitt eigið norræna gestaboð. Norrænu félögin hafa safnað saman uppskriftum að forréttum, aðalréttum og eftirréttum, einn rétt frá hverju landi frá sem hægt er að nota til að setja saman hið fínasta matarboð.

Dagur Norðurlanda er haldinn hátíðlegur þann 23. mars ár hvert. Í ár eru 70 ár frá því að Hafnarfjörður gerðist aðili að norrænu vinabæjarkeðjunni með Frederiksberg í Danmörku, Uppsala í Svíþjóð, Bærum í Noregi og Hämeenlinna í Finnlandi. Þá á Hafnarfjörður vinabæina Tvöroyori í Færeyjum og Illulissat í Grænland. Samvinna á milli bæjanna byrjaði eftir heimsstyrjöldina síðari þegar þeim fannst þörf á að styrkja sambandið á milli Norðurlandaþjóðanna. 

Fánum Norðurlandanna var flaggað við ráðhúsið á Norræna daginn í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því að Hafnarfjörður gerðist aðili að norrænu vinabæjarkeðjunni.

Í dag leggja þessir vinabæir aðallega áherslu á menningarleg samskipti, íþrótta- og viðskiptaleg tengsl og hittast reglulega á vinabæjarmótum sem haldin eru annað hvert ár. Mótin samanstanda af uppákomum æskulýðs-, íþrótta og menningarhópa frá bæjunum auk ráðstefna og málþinga um hin ýmsu sameiginlegu málefni norrænu bæjanna. Vegna heimsfaraldursins hefur vinabæjarmóti sem átti að fara fram í Uppsala í vor verið frestað til maí 2022. Vinabæjarkeðjan stuðlar einnig að heimsóknum skólahópa og þekkingarheimsókna á milli staðanna.

Í tilefni dags Norðurlandanna hvetur Norræna félagið á Íslandi alla til að halda sitt eigið norræna gestaboð. Norrænu félögin hafa safnað saman uppskriftum að forréttum, aðalréttum og eftirréttum, einn rétt frá hverju landi frá sem hægt er að nota til að setja saman hið fínasta matarboð.

Þá fagnar Norræna ráðherranefndin fimmtíu ára afmæli að þessu sinni. Af því tilefni verður efnt til fimm umræðufunda þar sem rætt er hverju Norðurlöndin hafa áorkað í sameiningu. 

Málefni menningar verður í brennidepli hér á Íslandi og býður Norræna húsið og Norræna félagið til pallborðsumræðu þar sem gildi menningar á Norðurlöndum á erfiðleikatímum og í framtíðinni – norrænt menningarsamstarf fyrrum, nú og framvegis verður til umfjöllunar. Streymt verður frá viðburðinum sem verður í Norræna húsinu frá kl 17.00 til 18.15.

Dagur-Nordurlanda-2021-Rosa

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sendi bæjarstjórum vinabæjanna heillaóskir í tilefni dagsins.

Ábendingagátt