Dagur tónlistarskólanna 7. febrúar 2023

Fréttir

Á Degi tónlistarskólanna, 7. febrúar ár hvert, efna tónlistarskólar landsins til árlegrar hátíðar. Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og munu nemendur úr öllum deildum skólans koma fram á hátíðartónleikum í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju kl. 18 í dag. Aðgangur er ókeypis og gestir velkomnir.

Hátíðartónleikar í Hásölum kl. 18 í dag. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Á Degi tónlistarskólanna, 7. febrúar ár hvert, efna tónlistarskólar landsins til árlegrar hátíðar. Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og munu nemendur úr öllum deildum skólans koma fram á hátíðartónleikum í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju kl. 18 í dag. Aðgangur er ókeypis og gestir velkomnir.

Markmiðið að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna 

Markmiðið með Degi tónlistarskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna í landinu. Á haustþingi Samtaka tónlistarskólastjóra árið 2019 var samþykkt að Dagur tónlistarskólanna skyldi vera 7. febrúar, í tilefni af fæðingardegi Gylfa Þ. Gíslasonar, sem var menntamálaráðherra frá 1956 – 1971. Úr greinargerð með tillögunni: Gylfi Þ. Gíslason var mikill áhrifavaldur hvað varðar tónlistarkennslu og beitti sér fyrir umbótum á því sviði. Með því að Dagur tónlistarskólanna sé á fæðingardegi Gylfa Þ. Gíslasonar, heiðrum við minningu Gylfa og sýnum verkum hans í þágu tónlistarskólanna verðskuldaða virðingu. Meðal viðburða má nefna tónleika, opið hús, kynningar og auk þess sem nemendur heimsækja vel valda staði og gefa af sér með fallegum tónum.  

Til hamingju með daginn nemendur, starfsfólk, foreldrar og allir tónlistarunnendur!

Ábendingagátt