Dale Carnegie fyrir ungt fólk í Hafnarfirði

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur samið við Dale Carnegie um þjálfun á ungu fólki. Námskeiðið verður haldið í Menntasetrinu við Lækinn og er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekk) búsett í Hafnarfirði. Ókeypis kynningartímar eru í boði bæði staðbundnir og Live Online á netinu.

Hafnarfjarðarbær hefur samið við Dale Carnegie um þjálfun á ungu fólki. Námskeiðið verður haldið í Menntasetrinu við Lækinn og er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekk) búsett í Hafnarfirði. Ókeypis kynningartímar eru í boði bæði staðbundnir og Live Online á netinu. Skráning á dale.is/ungtfolk

Krefjandi og skemmtilegt námskeið fyrir unga fólkið okkar 

Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði, eflir leiðtogahæfileika og eykur sjálfstraust þátttakenda. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og í dag með síauknum samanburði við jafnaldra. Á þessu námskeiði læra ungmennin að þekkja sig sjálf betur, setja sér markmið og þjálfa færni sem miðar að því að ná markmiðum sínum. 

Nánar um námskeiðin á dale.is

Innihald námskeiðs:

  • Þjálfun í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu
  • Efling sjálfstrausts og sjálfsþekkingar
  • Áhrifaríkar aðferðir til að þora að eiga frumkvæði í samskiptum og dýpka sambönd
  • Virði þess að vera duglegri og að leggja sig fram
  • Aðferðir sem hjálpa til við jákvæðni 
  • Leiðir sem sýna hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á sjálfið og aðra
  • Efling frumkvæðis og leiðtogafærni

Tímasetningar:

  • 17:00 – 20:30 | 23. september 2020
  • 17:00 – 20:30 | 30. september 2020
  • 17:00 – 20:30 | 7. október 2020
  • 17:00 – 20:30 | 14. október 2020
  • 17:00 – 20:30 | 21. október 2020
  • 17:00 – 20:30 | 2 8. október 2020
  • 17:00 – 20:30 | 4. nóvember 2020
  • 17:00 – 20:30 | 11. nóvember 2020

Fyrirkomulag: 

Námskeiðið er einu sinni í viku, 3,5 klst í senn í 8 skipti og eitt skipti í
2,5 klst. sem eftirfylgni. Námskeiðið hefst 23. september 2020. Verð er kr. 79.000.- sem er 30% lægra vegna samnings Hafnarfjarðarbæjar. Hægt er að nota frístundastyrkinn til að greiða námskeiðið. Greiðsludreifing í boði. Innifalið í gjaldi er einnig handbók og ítarefni.

Skráning

Hægt er að skrá þátttakanda á námskeiðið á dale.is eða á skrifstofu Dale Carnegie í síma
555-7080

Ábendingagátt