Deila sköpun sinni með nærsamfélaginu

Fréttir

Valhópur í myndmennt við Öldutúnsskóla hefur verið að skoða myndlist út frá fleiri hliðum en hinu hefðbundna málverki eða skúlptúr sem finna má í listasöfnum og galleríum um heim allan. Hópurinn hefur verið að vinna með listsköpun sem tengir samfélagið og nærumhverfið. 

Valhópur í myndmennt við Öldutúnsskóla hefur verið að skoða myndlist út frá fleiri hliðum en hinu hefðbundna málverki eða skúlptúr sem finna má í listasöfnum og galleríum um heim allan. Hópurinn hefur verið að vinna með listsköpun sem tengir samfélagið og nærumhverfið. Með því að gefa vinnu sína og deila sköpun sinni með samfélaginu má bæði tengja og virkja íbúa þess samfélags sem fær að njóta hverju sinni.

Þessi hópur  hefur verið að skoða veggmyndir sem leið til að tjá og deila list og stuðla þangi að bættu umhverfi. Nemendur í hópnum eru úr 9.  og 10. bekk við Öldutúnsskóla. Hópurinn ákvað að sækja um leyfi til að gera veggmynd sem bæði væri hægt að tengja við náttúruna og bæinn. Með litríkri samtímalist þar sem íslensku fjöllin fá notið sín ásamt vitanum sem er að mörgu leyti táknmynd Hafnarfjarðar. Verkið er samvinna allra nemanda og komu allir að því að skapa frumgerðina sem síðan var notuð sem leiðarvísir að stóru veggmyndinni sem máluð var við undirgöngin við Suðurbæjarlaug.

ListaverkMynd2

Veggmynd eftir nemendur Öldutúnsskóla. Við undirgöngin við Suðurbæjarlaug.

Ábendingagátt