Deiliskipulag Miðbæjar Hraun Vestur

Fréttir

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 31.okt.2017 að auglýsa á ný tillögu að  deiliskipulagi Miðbæjar Hrauns Vestur með vísan til 2. mgr. 42. gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Endurauglýsingin byggir á athugasemdum Skipulagsstofnunar við greinagerð deiliskipulagsins dags. 18.sept 2015. 

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 31.okt.2017 að auglýsa á ný tillögu að  deiliskipulagi Miðbæjar Hrauns Vestur með vísan til 2. mgr. 42. gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Endurauglýsingin byggir á athugasemdum Skipulagsstofnunar við greinagerð deiliskipulagsins dags. 18.sept 2015. 

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 04. 04. til 16. 05. 2018.  Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 16. maí. 2018. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.

Skipulagsfulltrúi.

 

 

 

Ábendingagátt