Deiliskipulagsbreyting

Fréttir

Stapahraun 11 og Stapahraun 12

Stapahraun 11 og Stapahraun 12

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember 2015 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að lóðirnar, Stapahraun 11 og Stapahraun 12, eru sameinaðar í lóðina Stapahraun 11-12. Fyrirhuguð starfsemi á lóðinni er  verslun, þjónusta, framleiðsla og vöruskemma.  Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,75 án kjallara. Hús á lóð verða sambyggð 1-2 hæðir. Hæsti hluti mannvirkis verður 10,2 m. sem er hluti af framleiðsluhúsi á lóð.

Tillaga til sýnis

Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Hafnarfjarðar að Strandgötu 8-10 og hjá skipulags- og byggingarsviði að Norðurhellu 2, frá 28. desember 2015 til 8. febrúar 2016. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði.

Sjá deiliskipulagstillögu  (PDF skjal) hér

Þeir sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 9. febrúar 2016. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar

Ábendingagátt