Nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna, Gjárnar og Ásvallabraut

Fréttir

Í auglýsingu eru tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut. Frestur til athugasemda er 18. maí 2017

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23.11.16 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið afmarkast í norðri af náttúruvættinu Kaldárhraun og Gjárnar og liggur að deiliskipulagi Sléttuhlíðar auk nær það yfir brunnsvæði vatnsverndar í Kaldárbotnum.  Alls 257 ha að stærð. Samhliða verða gerðar óverulegar breytingar á mörkum deiliskipulagsáætlana fyrir Sléttuhlíð og Höfðaskóg – Hvaleyrarvatn. Hægt er að skoða tillögurnar hér:

 

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15.02.17 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Ásvallabraut, tengingu Valla og Áslands skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið sýnir legu Ásvallabrautar sem nær frá Skarðshlíð (áður Vellir 7) og tengist Kaldárselsvegi til norðurs við Hlíðarþúfur. Mörkin ná út fyrir raskað land vegna stígs norðan við veglínu og manar ásamt fyllinga sunnan við veglínu. Tillögurnar ásamt greinargerðum ásamt breytingum fyrir Sléttuhlíð og Höfðaskógi – Hvaleyrarvatni verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2 frá 06.04 – 18.05.17. Hægt er að skoða tillögurnar hér:

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar eða á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eigi síðar en 18.05.17. Þeir sem eigi gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

 

Ábendingagátt