Deiliskipulagsbreyting – tillögur

Fréttir

Nú liggja fyrir tillögur að breytingu á deiliskipulagi Einivalla 1-3 (Vellir 3), deiliskipulagi Kvistavalla 10-16 (Vellir 5) og deiliskipulagi Hnoðravalla 8-10 (Vellir 6). Tillögurnar eru til sýnis í þjónustuveri frá 1.apríl til 13. maí.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Einivalla 1-3, Vellir 3.

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 8.mars.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar að Einivöllum 1-3 í samræmi við 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að íbúðum er fjölgað um tvær, nýtingarhlutfall lóðar verður allt að 0,6 án kjallara, byggingarreitir eru færðir til og heimilt verður að hafa útbygginginar á göflum sem ná allt að 2m út fyrir megin byggingarreit húsa.  

Sjá tillögu að breytingu hér

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvistavalla 10-16, Vellir 5.

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 22.mars. 2015 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Kvistavöllum 10-16 í samræmi við 44 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að raðhúsið er lækkað um eina hæð. Byggingarreitur er stækkaður og færður til á lóð. Stalla skal þak til að ná inn birtu í miðrými húss. Hámarks nýtingarhlutfall skal miðast við fullnýttan byggingarreit.

Sjá tillögu að breytingu hér

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hnoðravalla 8-10, Vellir 6.

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 22.sept.2015 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Hnoðravöllum 8-10 í samræmi við 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að  parhúsalóð  er breytt í raðhúsalóð. Íbúðafjöldi breytist úr tveimur íbúðum í þrjár. Byggingarreitur er færður til um 0,5 m og heildar byggingarreitur stækkar úr 422 m2 í 429 m2

Sjá tillögu að breytingu hér

Tillögur til sýnis í þjónustuveri

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 1.apríl til 13. maí 2016. 

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 13. maí 2016. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar
Skipulagsfulltrúi

Ábendingagátt