Kurlið fjarlægt – vinna hafin

Fréttir

Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað síðasta vor að skipta út dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins og setja nýtt gervigras sem er án allra fylliefna við þrjá skóla.  Verkið var boðið út og bauð fyrirtækið Metatron lægst í verkið. Vinna við að fjarlægja gamla dekkjakurlið hófst við Hraunvallaskóla í dag. 

 

Dekkjakurl fjarlægt af fótboltavöllum

Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað síðasta vor að skipta út dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins og setja nýtt gervigras sem er án allra fylliefna við þrjá skóla.  Verkið var boðið út og bauð fyrirtækið Metatron, sem er með aðalstarfsstöð sína í Hafnarfirði, lægst í verkið. Í dag skrifaði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri undir samning ásamt Páli Halldórssyni framkvæmdastjóra Metatrons um verkefnið.

Vinna við að fjarlægja gamla dekkjakurlið hófst við Hraunvallaskóla strax í dag. Stefnt er að því að allt dekkjakurl verði farið af skólalóðum áður en skólar hefjast í haust. Nýja efnið sem sett verður í staðinn er vottað gúmmíefni sem uppfyllir öll viðmið. Vinna við þá þrjá velli; Hvaleyrarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla, þar sem skipt verður alveg um grasmottu hefst í lok ágúst og á að ljúka í síðasta lagi í október. Þessir vellir verða án gúmmíuppfylliefna en sett verður gúmmímotta undir gervigrasið sem tryggir betri endingu, stöðugleika og gæði.

Bæjaryfirvöld eru afar ánægð með hve hratt hefur tekist að
vinna þetta verkefni og fagna því að losna við dekkjakurlið af völlunum. Á
myndinni má sjá Pál frá Metatron og Harald bæjarstjóra skrifa undir samning um
verkið. Á borðinu má svo annars vegar sjá nýja grasið og hins vega nýja gúmmífylliefnið.

Ábendingagátt